Stjórnarfundur 30. ágúst 2019

Fyrsti stjórnarfundur SAMKÓP, haldinn föstudaginn 30. ágúst kl. 11:45 á Grillhúsinu

Mættir: Jóhannes B. Jensson, Þorvar Hafsteinsson, Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Anna R. Sigmundsdóttir og Hákon D. Helgason.

1. Verkaskipting stjórnar

Gjaldkeri: Karl Einarsson

Ritari: Þorvar Hafsteinsson

Varaformaður: Anna R. Sigmundsdóttir

Röltfulltrúi: Hákon D. Helgason.

Einnig rætt undir þessum lið að fá meir stuðning við röltið og utanumhald þess frá Kópavogsbæ (Amanda)

Uppfæra upplýsingar um stjórn, foreldrafélög og skóla á heimsíðu, allir senda á Þorvar.

 

2. Rölt

Koma á rölti

Skoða með skýrslugjöf, hvaða form á að vera á henni, myndir? Hvaða upplýsingar þarf, ekki að vera með meira.

3. Önnur mál

 • Funda með foreldrafélögum um tilgang SAMKÓP.
 • Fundur með Kópavogsbæ, 18. september kl 12.
 • Undirbúa þarf efni – allir geta sett inn á facebook stjórnar
 • Frístundavagn – skipulag
 • Fundaraðstaða fyrir SAMKÓP. Gætum SAMKÓP fengið afdrep td. í fagralundi til að funda.
 • Teymiskennsla og skipulag (Arnar)
  • hvernig hefur verið háttur á
  • Afmælum
  • Bekkjarfulltrúum
  • Rölti

Þegar árgangur er einn hópur. Þetta var rætt og ýmist form á því. Foreldrafélögin þurfa að fylgja vel eftir að eitthvað skipulag sé, dæmi var um excel-skjal þar sem haldið var utan um afmæli ( Anna)

 

Fundi slitið kl 13:00

Skilaboð frá SAMAN

 

FORELDRAR/FORRÁÐAMENN

MUNUM AÐ

 

FORELDRAR BERA ÁBYRGÐ Á BÖRNUM SÍNUM

TIL 18 ÁRA ALDURS

SAMVERA ER FRÁBÆR FORVÖRN

LEYFA EKKI EFTIRLITSLAUS PARTÝ OG

SUMARBÚSTAÐAFERÐIR

KAUPA EKKI ÁFENGI FYRIR UNGMENNI

UNDIR 20 ÁRA ALDRI

ÞEKKJA VINI BARNA OKKAR OG

FORELDRA ÞEIRRA

LÁTA OKKUR VARÐA HVAR BÖRNIN OKKAR

ERU OG HVAÐ ÞAU ERU AÐ GERA

SÝNA UMHYGGJU OG AÐHALD

VERA SAMTAKA Í UPPELDINU

 

Saman_OrTHsending til for eldra og forráðamanna

 

 

 

Fjölbreytt haust dagskrá í menningarhúsum Kópavogs

Menningarhúsin í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú í haust en dagskránni verður dreift á öll heimili í Kópavogi en verður einnig til afhendingar á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og í Gerðarsafni.

Samkóp hvetur foreldra til að fylgjast með dagskrá menningarhúsanna í vetur.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum : https://menningarhusin.kopavogur.is/
og hér má nálgast rafræna útáfu (pdf) af dagskrá vetrarins:  https://www.kopavogur.is/static/files/Menningarhusin/Dagsskra_2018/dagskra-sept-des.pdf

Aðalfundur Samkóp 29. maí 2018 kl. 19:30 í Vatnsendaskóla

Kæru foreldrar og aðstandendur barna í grunnskólum Kópavogs.

Aðalfundur Samkóp verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2018 í Vatnsendaskóla og hefst fundurinn kl. 19:30.

 

Dagskrá aðalfundar:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar.
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Allir foreldrar í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti.  Stjórn Samkóp hvetur alla foreldra í grunnskólum Kópavogs til þess að mæta.

Stjórn Samkóp

Helstu breytingar á leiðarkerfi Strætó

Leið 35 sem ekur hringleið um Kársnes og Digranes með  endastöð á skiptistöð í Hamraborg hefur akstur í báðar áttir.

Vagnarnir eru merktir 35 réttsælis og 35 rangsælis. Réttsælis fer fyrst út á Kársnes og svo um Digranesið. Sú leið fer sömu leið og leið 35 fór. Rangsælis byrjar í Digranesi, fer svo á Kársnes og loks í Hamraborg.

Leið 2 verður lengd og ekur nú alla leið í Ögurhvarf með endastöð í Mjódd. Leið 2 mun aka um Arnarnesveg.

Leiðin er ekin að næturlagi um helgar, undir heitinu 102.

Leið 28 breytist og mun aka frá Hamraborg í gegnum Salahverfi og alla leið í Þingahverfi , helsta breytingin á leið 28 er að stoppistöðin Versalir, sem þjónustar Salalaug og Gerplu hefur verið lögð niður. Leið 28 ekur ekki lengur um Dalsmára, en stoppar þess í stað á Fífuhvammsvegi. Við hringtorgið við Dalsmára er síðan stoppistöð sem er sú stöð sem nýtist þeim sem eiga leið í Smáraskóla eða í Breiðablik.

Þá mun leið 21 sem ekur úr Hafnarfirði í Mjódd  stoppa við Smáralind.

Allar nánari upplýsingar um leiðarkerfið má nálgast á vefsíðu Strætó

Fundagerð Samkóp – fundur 6. desember 2017

Dagsetning: 06. 12.2017
Tími: 19:40 -21:15
Staður: Vatnsendaskóli
Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson,


Dagskrá:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót
 7. Önnur mál

Fundargerð:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
  Breytingatillögur okkar samþykktar. Ein breyting frá bænum um að við verðum áfram aðilar að foreldrarölti. Skjalið verður skannað og sett á heimasíðuna.
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
  Það hefur tekist vel til að koma rölti á stað hjá Vatnsendaskóla. Rölt gengið vel í Hörðuvallaskóla og hópamyndun minnkað verulega. Samþykkt að setja inn auglýsingu í bæjarblað um röltmálin. Búið að skipuleggja rölt í Smáraskóla en mætti vera aðeins virkara. Í Snælandsskóla hefur verið skipulagt en ekki upplýsingar um hvernig hefur gengið. Röltið hefur gengið vel í Kópavogsskóla.
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
  Leggja til við þau að hvetja skólana til að halda skólaþing með foreldrum. Þetta gæti búið til vettvang þannig að foreldrar taki meira þátt í skólastarfi. Nefna með skólasálfræðinga, eru 2 nóg. Sérkennarar að hverfa af markaði, spurning hvernig sú þróun er.  Áætlun um íbúaþróunnar í skólum…
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
  Spurning um mötuneytismál – dæmi er um skóla sem er móttökueldhús þar sem matráður má ekki elda á stórri pönnu, sem er ótækt. Það fór þannig að matráður sem náði 98% nemenda í mat en segir upp og foreldar ósáttir með afstöðu bæjarins um að tryggja ekki aðstöðu fyrir góða matráða.Bekkjarfulltrúar – hugmynd að ræða nýja nálgun á skipun bekkjarfulltrúa.Hvernig á foreldrafélagið að virkaKynning frá Ráðgjöf og greiningu.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót .
  Fundir fastir, fulltrúaráðsfundur, riddari@gmail.com
 7. Önnur mál

Fundargerð SAMKOP 06.12.2017 (word)

Fundargerð Samkóp 31. ágúst 2017

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Jóhannes Birgir Jensson og Aðalheiður Björk Sigurdórsdóttir.
Fjarverandi: Ragnheiður Dagsdóttir og fulltrúar Kópavogsskóla, Kársnesskóla og Salaskóla


• Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
• Dagskrá vetrarins
• Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
• Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum

Önnur mál


1. Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
Karl Einarsson gjaldkeri Samkóp og gengið var frá prókúruskiptum á fundinum. Ragnheiður kom með pappíra til að skrifa undir og var það gert á fundinum.
Arnar heyrir í Margréti formanni Menntaráðs um afhendingu á öllum styrk til handa Samkóp.
2. Dagskrá vetrarins
Keyra af stað fund vegna foreldrarölts og Ragnheiður röltfulltrúi mun taka þann bolta og boða til fundar. BBC er að koma til landsins og ætlar að heimsækja Hörðuvallaskóla og fylgjast með foreldrastarfi þar. Meðal annars verður fylgst með foreldrarölti þar sem það gengur svo vel þar. Mögulega munu þeir hitta forsvarsmenn Samkóp til að forvitnast um muninn á milli skólanna hvað varðar foreldrarölt.

Stefna á að hafa leiksýningu fyrir foreldra og unglingastig grunnskólabarna í Kópavogi. Sýningin fjallar um kvíða og teljum þetta henta vel á haustönn. Aukasýning er 15. September þar sem við getum skoðað hvort hún henti fyrir okkur eða ekki. Nefndarmönnum verði boðið á sýninguna ásamt mökum, mikilvægt að láta vita hvort þau komist eða ekki.

Fundur fyrir skólaráðs- og bekkjarfulltrúa. Þetta er fræðslufundur þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra og leiðbeiningar um hvernig þau eigi að uppfylla skyldur sínar. Þorvar athugar hvort Bryndís geti tekið þetta. Stefna á fundinn í lok september.
Jóhannes Birgir ætlar að hafa samband við Eyjólf sálfræðing og eina aðra sem voru á fræðslufundi í Smáraskóla. Við stefnum á að hafa þessa fræðslu í október.

Hafa fulltrúaráðsfund í Janúar.

Rætt að skoða fund með fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að heyra hvernig stefna þeirra er í menntamálum fyrir komandi kosningar.
Stefnum á eina fræðslu eftir áramót.

3. Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
Ekki hefur tekist að manna í allar stöður hjá sumum skólum.

4. Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum
Rennt var yfir fund Menntaráðs þar sem fjallað var um námsgagnainnkaup. Kosið var um hvort bærinn myndi greiða alfarið fyrir námsgögn eða fara þá leið að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Niðurstaðan var að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Svo verður skoðað hvort bærinn greiði fyrir þetta á næsta ári. Aðeins var farið yfir hvernig þessu var háttað í Snælandsskóla, en þar var ábyrgðinni varpað yfir á foreldrafélagið í stað þess að skólinn tæki ábyrgðina eins og hjá öllum hinum skólunum. Það virðist vera leyst að hluta til.

5. Önnur mál:
Rætt um að boða til fundar með Ragnheiði á skólaskrifstofu. Þorvar boðar hann.

Fundagerð Samkóp 22. júní 2017

Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson

Fundarritari: Þorvar Hafsteinsson
Fundarstaður og tími: Kringlukráin 12:00 -13:00

Fundarmenn: Karl Einarsson, Ragnheiður Dagsdóttir, Aðalheiður Sigurdórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson


Dagskrá:
I. Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018

II. Starfsárið framundan og fundartímar


Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018
Ákveðið var að stöður innan stjórnar SAMKÓP skiptust á eftirfarandi hátt:

Arnar Björnsson, varaformaður og ritari,
Karl Einarsson, gjaldkeri,
Ragnheiður Dagsdóttir, röltfulltrúi.

Skjöl er varða breytingu á gjaldkerastöðu voru undirrituð og Ragnheiður samþykkti að koma prókúrumálum í réttan farveg þannig að allt sé klárt fyrir haustið.

Röltið lítilega rætt og allir sammála um að taka þarf fastar á þeim málum strax í upphafi skólaárs, og stefnt að því að fylgja þessum málum eftir með öðrum röltfundi strax eftir áramót.

Starfsárið framundan og fundartímar.

Árið framundan var lítillega rætt, án þess þó að einhver ákveðin niðurstaða lægi fyrir. Þó nokkuð ljóst að mánudagar og þriðjudagar munu ekki henta sem fundartímar. Finna þarf tíma sem hentar öllum strax í haust. Stefnt að því að hafa fundi á minnst 4 vikna fresti. Hægt verður að hnikra tímum til og gert ráð fyrir að styttri fundir verði jafnvel haldnir í hádeginu á Kringlukránni eða sambærilegum stað. Annars verður fastur fundarstaður SAMKÓP í Vatnsendaskóla.

Fundi slitið 13:00
fundargerd-samkop-22-06-2017

Uppeldistækni & Tækniuppeldi

Samkóp, samtök foreldrafélaga grunnskóla Kópavogs, stendur fyrir þremur fræðslufundum 1., 8. og 15. febrúar í Kópavogi fyrir foreldra grunnskólabarna. Allir velkomnir.

Fyrri hluti – Hvað geta foreldrar gert til að stýra tölvunotkun barna sinna

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um hvað foreldrar geta gert til að stýra tölvunotkun barna sinna. Helstu umfjöllunar efnir eru:

Hver ber ábyrgð á tölvunotkuninni

Hvernig er hægt takmarka tíma barnanna í tölvu

Hugmyndir að samningum og dæmi um reglur.

Lilja Rós Agnarsdóttir er félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili. Hún hefur unnið hjá Velferðarsvið Kópavogs í 10 ár. Fyrstu 5 árin í Barnavernd og sl. 5 ár hefur hún stýrt Áttunni –uppeldisráðgjöf sem er úrræði innan Velferðarsviðs Kópavogs sem sinnir málum frá Barnavernd og deild um málefni fatlaðra.

Seinni hluti – Jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar

Kennsluráðgjafi Kópavogsbæjar fjallar um jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar og gefur ráð um hvernig foreldrar geta gripið inn í notkun nemenda á spjaldtölvunni ef á þarf að halda.

Rætt verður um jákvæðni, traust, samvinnu, samveru, innbyggðar takmarkanir í tækjunum og fleira.

Hvar og hvenær?

 1. febrúar – Kórinn- 19:30-21:00

8. Febrúar – Álfhólsskóli – 19:30-21:00

15. Febrúar – Smáraskóli – 19:30-21:00

1 2 3