Fundur 4. febrúar 2021

Dagsetning: 4. febrúar 2021
Tími: 11:45-13:00
Staður: Teams fjarfundur
Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn: Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson, Hákon Davíð Halldórsson, Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Guðjón Leifsson, Anna Rós Sigmundsdóttir (vara fyrir Rögnu Finnbogadóttur)

 1. Verkaskipting stjórnar (formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, röltfulltrúi)
  -Jóhannes Birgir Jensson, Smáraskóli, formaður til 2021 kosinn á aðalfundi 2019
  -Karl Einarsson, Álfhólsskóli, gjaldkeri 2020
  -Hákon Davíð Halldórsson, Lindaskóli, röltfulltrúi
  -Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Hörðuvallaskóli
  -Ragna Finnbogadóttir, Kársnesskóli
  -Ragnhildur Helgadóttir, Vatnsendaskóli, ritari
  -Guðjón Leifsson, Salaskóli, varaformaður
  -?, Snælandsskóli
  -?, Kópavogsskóli
 2. Spjaldtölvur – matsrannsókn
  Kópavogur að semja um rannsókn á spjaldtölvuvæðingunni, skýrsla verði gefin út í lok árs.
 3. Áhættumat á hugbúnaði
  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið saman lista yfir þau smáforrit sem eru í notkun á spjaldtölvunum og flokkað þau eftir persónuverndarsjónarmiðum. Grípa til aðgerða eftir því sem við á.
  SAMAN-hópurinn hefur skoðað varðandi sendingar fullorðinna til barna, sem og öryggisstillingar á spjaldtölvum, hvort þurfi að laga þær. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 9. febrúar. Minna á fræðslu SAFT, „Börn og samfélagsmiðlar“. Vatnsendaskóli var með 90 manns á þessum rafræna fyrirlestri í síðustu viku.
 4. Rafíþróttir – tómstundastarf
  Stjórnin telur að brýnt sé að koma á rafíþróttadeild í Kópavogi
 5. Pepp 2021
  1. Staðan á öskudeginum, leiðbeiningar á leiðinni
  2. Árgangafulltrúar hafa séð um viðburði, foreldrafélög hafa haldið að sér höndum
  3. Skólastjóri Kársnesskóla – margir netfræðsluviðburðir, mjög vel sótt og mikil ánægja
  4. Foreldrarölt í gangi

Önnur mál
-Áframhaldandi samningur um styrk við Kópavogsbæ, Karl kíkir á.
-Reykjavík með fyrirmyndarverkefni, vika sex, kynvitundarverkefni, stýrt af Kolbrúnu Hrund
-Fræðsla fyrir foreldra varðandi spjaldtölvur, ekki bara fyrir þá sem eru í 5. bekk, opið námskeið
-Kynningarfundir í næstu viku varðandi lýðheilsu, rannsókn heimilis og skóla

Fundur 4. febrúar 2020

Dagsetning: 4. febrúar 2020
Tími: 11:45-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn: Bjargey Una Hinriksdóttir, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson

1 – Spjaldtölvuverkefnið
Búið er að ráða verkefnastjóra í upplýsingatækni sem hefur umsjón með spjaldtölvuverkefninu, Bergþóra Þórhallsdóttir sem kemur úr Kópavogsskóla.
JBJ spyrst fyrir í menntaráði um stöðuna á úttekt og áður tilkynntum samráðshópi
Svar frá menntaráði: Ekki er búið að útfæra hvernig samráðshópur á að vera og gæti orðið önnur lending varðandi slíkan vettvang. Verið er að skoða samstarf með tveimur aðilum varðandi úttekt – það verður leitað til foreldra, starfsmanna og fleiri til að fá nánari óskir um hvað felist í úttektinni – hvaða áherslur verði.

2 – Innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Mikil vinna verið í gangi að innleiða barnasáttmála SÞ í starfi Kópavogsbæjar, fylgst með gangi mála í menntaráði þar sem JBJ er fulltrúi foreldra.

3 – Fjármál
Samningur við Kópavogsbæ, rukkum seinni part 2019 og fyrri part 2020 núna. Þurfum að endursemja fyrir árslok.

4 – Fyrirlestrar
Fyrirlestrar í skólum, 4 framundan hjá Álfhólsskóla, þar á meðal frá rannsóknum og greiningu. Kópavogsbær fyrirhugar fyrirlestra í hverjum skóla fyrir unglinga varðandi vímuefni sem og aðra fyrir foreldra.

5 – Nýtt námsmat
SAMKÓP þrýsti á að einkunnakerfi sé útskýrt betur fyrir foreldrum, virðist mjög flókið og mikil súpa – Menntamálastofnun eða ráðuneyti? Eru allir skólar í Kópavogi með samræmingu sín á milli? En yfir landið? Lestrarviðmið virðast hafa vond áhrif á skýrleika og framburð – ætti að vera munur á lestrarviðmiði í hljóði og upplestrarviðmiði sem ætti að leggja áherslu á skýrmæli og áherslur. Reyna að fá fund með Menntamálastofnun. Heyra í SAMFOK og Heimili og skóla og vekja athygli á þessu við Kópavogsbæ.

6 – Samræmd próf
Að geta farið yfir samræmd próf er enn skýr krafa foreldra. Fékkst ekki í fyrra. JBJ skoði sín samskipti, BUH fékk neitun. Skoðum þetta.

7 – Öskudagurinn
Öskudagurinn – auglýsing og hvatning. Þetta er 26. febrúar – heyrum í Kópavogsblaðinu, jafnvel tvisvar áður ef hægt er. Setja auglýsingar á síður foreldrafélaga – heyra í Þorvari. Kársnes setti á Google Maps. Skoða eitthvað svipað?

Fundur 5. desember 2019

Dagsetning: 5. desember 2019
Tími: 11:30-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn:Anna Rós Sigmundsdóttir, Hákon Davíð Halldórsson, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson

1 – Auglýsing í Kópavogsblaðið
-samþykkt að auglýsa þar útivistartíma eins og fyrri ár
-stjórn skoðar hvernig auglýsing lítur út
-pælingar hvort að SAMKÓP eigi að kynna sig meira almennt

2 – Samræmd próf – vitað að tveir skólar hafa gefið út viðbragðsáætlanir

3 – Sundkennsla – Ítreka að fá að vita hvernig sundkennslu sé háttað í Kópavogi, hvort fá allir tilskilinn sundtíma eða hvort undanþágur séu til staðar.
JBJ sendi á Ragnheiði.

4 – Forvarnarráð – ekkert heyrst frá Amöndu

5 – Rætt um Molann og átak sem er að fara í gang þar

6 – Vegna fyrirhugsað fundar með Amöndu og Ragnheiði – umræða um foreldraröltsskýrslur, sameiginlegt dagatal SAMKÓP, skóla, foreldrafélaga, menntasviðs, tómstundasviðs.

Reyna að koma á fundi með fulltrúum foreldrafélaga (formenn), skólastjórum, menntasviði og tómstundasviði varðandi
samstarf um fundi og atburði og almennt samstarf foreldra og skóla. Samræmdar Facebook-reglur? Mælingar/mælikvarðar?

7 – Jólahátíðarstundir
Laufabrauð datt upp fyrir í Vatnsendaskóla
Laufabrauð í Smáraskóla, fjáröflun 7 bekkjar
Jólaföndur í Kársnesskóla, gekk vel, fjáröflun 7. og 10. bekkjar
Laufabrauð, föndur (heimaföndur Halldóru), piparkökumálning, skólakór og fjáröflun 10. bekkjar í Lindaskóla, 250 manns. Laufabrauðsskurðarkennsla næst.

8 – Kirkjuferðir
Bara í Smáraskóla af þeim skólum sem eiga fulltrúa á fundinum

9 – Skólapúlsinn/mælingar
Skilgreiningar mælinga og mælikvarða ganga erfiðlega í skólum. Spurning um að ýta á að samræma þetta í Kópavogi, fékk ekki miklar undirtektir
í menntaráði í byrjun nóvember.
Heyra í Birki Jóni varðandi samgöngustefnuna.

10 – Umræður um Völu, nýtt kerfi fyrir frístundir og þjónustuvöntun Þjóðskrár vegna kennitalna forráðamanna og skipt forræði

11 – Öskudagur – Hefja undirbúning vegna öskudags mun fyrr, er 26. febrúar

12 – Fulltrúaráðsfundur – klikkuðum á að halda í haust, höldum eftir áramót.

Fundur 15. október 2018

Dags. Fundar 15. okt.2018
Tími 11:30-13:00
Staður Grillhúsið Sprengisandi

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Arnar Björnsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Elísabet, Jóhannes, Siggeir .
Fjarverandi: Ólöf og Aðalheiður Björk

Dagskrá

 1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund.
 2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
 3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
 4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
 5. Önnur mál

Fundargerð

1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund
Kynning á forvarnarviku virðist ekki hafa skilað sér nægilega vel til þeirra sem átti að ná til. Rætt var um leiðir til ná til fleiri.
Áhyggjur af veipnotkun og hvernig eigi að ná til barna um áhættu af notkun veipnotkunar.
Boðað verður annar fundur fyrir jól.

2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
Tillaga að efni fundarins er „Hvað getum við sem foreldrar gert“ í tengslum við forvnarmál.
Það er verið að skoða dagsetningar með bænum til að fara yfir þessi mál. Reynt að hafa fundinn í október annars nóvember. Þorvar ætlar að vera í sambandi við Amöndu sem fyrst til að finna dagsetningu.

3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
Hver og einn í stjórn Samkóp þurfa að skoða heimsíðuna og uppfæra tenglaupplýsingar.

4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
Fundargerð: bls. 2
Þurfum að hjálpast að að hafa þessar upplýsingar miðlægar og nota heimasíðuna til þess.

5. Önnur mál

 • Rætt hvort við ættum að hefja samstarf með foreldrafélagi MK.
 • Rætt hvort við ættum að eiga fulltrúa í Saman Hópnum og lagt til að Karl
  Einarsson sitji fyrir hönd Samkóp.
 • Boða á til fundar með bænum til að fara yfir nokkur mál, t.d. strætómálin.
  Þorvar tekur að sér að boða til þess fundar.
 • Hafa Jóhannes (joi@betra.is) í cc þegar fundargerðir eru sendar á formann og
  varaformann til staðfestingar.
 • Vetrarfrí – lagt fram frá Lindaskóla umræðu hvort kanna ætti hug foreldra til
  breytinga á högun vetrarfrís. Samþykkt að taka upp á fundi Menntaráðs og
  mögulega með fundi Menntasvið og Samkóp.
 • Foreldrarölt – í þau skipti sem félagsmiðstöðvar eru opnar lengur var velt upp
  hvort aðrir skólar hagi rölti í samræmi við opnun. Ekki er það þannig í öðrum
  skólum, en sumir skólar eru að hefja sitt rölt 22:30 á meðan flestir rölta frá
  22:00.
 • Kópavogsskóli spyr hvort Samkóp muni verða með einhverja fyrrilestra fyrir
  alla skólana sem skólarnir greiða saman.
 • Karl mun senda rukkun vegna námskeiðs Bryndísar frá Heimili og skóla á alla skólana.
 • Plana þarf hitting stjórnar á heimili. – Siggeir tekur þann bolta.

Fundi slitið kl:12:30

Fundargerð 15.10.2018 (pdf)

Skýrsla SAMKÓP vegna breytt leiðakerfis Strætó janúar 2018

SAMKÓP hefur gefið út skýrslu um breytingarnar sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í janúar 2018.

Heilt á litið virðast breytingarnar vera mikil afturför og þá einkum vegna tómstunda barna en leið 28 er nú ekki lengur sá tómstundavagn sem var lagt upp með.

Framkvæmdin á breytingunum var svo gríðarlega ámælisverð. Gagnrýnin er tíunduð í skýrslunni.

 

Stoppistöðvar Strætó gufa upp

Það eru naprar kveðjur sem við í Smárahverfi fáum á þessum sunnudegi. Úti er bylur og rétt í þessu voru 7 stoppistöðvar Strætó í hverfinu að gufa upp – allur gangur á stöðvar verður því þeim mun lengri í þeim verri færð.

Þessi breyting er auglýst á vef Kópavogs sem „Stóraukin þjónusta Strætó í Kópavogi“ í svo titlaðri fréttatilkynningu. Þar er farið yfir bættar samgöngur í öðrum hlutum Kópavogs og alveg sleppt því að minnast á að 6 stoppistöðvar í Dalsmára og Smárar syðri að auki séu lagðar af. Þær eru ekki til og hafa aldrei verið til líklega – hér greinir maður enduróm af ritverkum frá miðri 20. öld.

Ekki er þetta til að spara tíma á breyttri leið Strætó, það eru áfram 4 mínútur á milli Smáratorgs vestra og Smáralindar syðri stöðvanna. Það sem breytist er að í stað þess að keyra Dalsmárann fer nú 28 upp á Fífuhvammsveg, ekur á endann og tekur þar u-beygju í hringtorgi og keyrir svo aftur Fífuhvammsveg en nú í hina áttina.

Stöðvarnar sem detta út eru ekki þær fámennustu heldur. Við Dalsmárann og Gullsmárann (sem stendur við Smárar syðri) er að finna langþéttbýlustu svæðin í Smárunum og með þeim allra þéttbýlustu í Kópavogi öllum.

Í Dalsmáranum eru það Smáraskóli, Leikskólinn Lækur, Kópavogsvöllur, Smárinn og Fífan og allt svæðið sem Breiðablik er með, Sporthúsið og Tennishöllin. Þetta dettur allt út og færist enn lengra burtu. Á góðum sumardegi munar litlu en í tímans önn og í kafbyl, hálku, roki og láréttri rigningu – þar munar um hvert skref og hverja götu sem þarf að þvera.

Það eru auðvitað stærstu strætónotendurnir sem finna mest fyrir þessu, börnin og roskna fólkið. En það eru líka fjölmargir sem nota Strætó til að sækja vinnu og þetta hefur áhrif á marga þeirra.

Það er gífurlega mikið talað um þéttingu byggðar og þess vegna verði að byggja mun stærri hús í hverfinu en tíðkast.

Það skýtur því skökku við, og rúmlega það, að forsendur þess að þétting takist vel – góðar almenningssamgöngur – séu teknar út.

Þessi breyting kemur stórlega niður á þjónustu við bæði íbúa Smárahverfis sem og þá sem sækja þá gífurlega miklu þjónustu sem þar er að finna. Þessi breyting skilar engum hagnaði í tíma og hefur enn ekki verið kynnt íbúum, foreldrum í hverfinu eða öðrum. Engin erindi hafa borist, ekki er minnst einu orði á þetta á vef Kópavogs og eina leiðin til að finna þetta var að lesa stundatöflu leiðar 28 á nýju ári, kortið sem fylgir með henni sýnir enn Dalsmáraleiðina.

Einn fundur í Smáraskóla í nóvember var eina kynningin sem var haldin, forneskjuleg og fáheyrð eru þau vinnubrögð sem eru sýnd í þessu máli en gjörsamlega fullnægjandi virðist mat bæjarfulltrúa.

Þetta er ekki bara skammarleg breyting heldur gjörsamlega tilgangslaus ef horft er á samgöngur og tíma. Óskiljanlegt og ég mun óska eftir öllum gögnum um þetta mál frá bænum og Strætó, allt ferlið virðist í molum.