Skilaboð frá SAMAN

 

FORELDRAR/FORRÁÐAMENN

MUNUM AÐ

 

FORELDRAR BERA ÁBYRGÐ Á BÖRNUM SÍNUM

TIL 18 ÁRA ALDURS

SAMVERA ER FRÁBÆR FORVÖRN

LEYFA EKKI EFTIRLITSLAUS PARTÝ OG

SUMARBÚSTAÐAFERÐIR

KAUPA EKKI ÁFENGI FYRIR UNGMENNI

UNDIR 20 ÁRA ALDRI

ÞEKKJA VINI BARNA OKKAR OG

FORELDRA ÞEIRRA

LÁTA OKKUR VARÐA HVAR BÖRNIN OKKAR

ERU OG HVAÐ ÞAU ERU AÐ GERA

SÝNA UMHYGGJU OG AÐHALD

VERA SAMTAKA Í UPPELDINU

 

Saman_OrTHsending til for eldra og forráðamanna

 

 

 

Fjölbreytt haust dagskrá í menningarhúsum Kópavogs

Menningarhúsin í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú í haust en dagskránni verður dreift á öll heimili í Kópavogi en verður einnig til afhendingar á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og í Gerðarsafni.

Samkóp hvetur foreldra til að fylgjast með dagskrá menningarhúsanna í vetur.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum : https://menningarhusin.kopavogur.is/
og hér má nálgast rafræna útáfu (pdf) af dagskrá vetrarins:  https://www.kopavogur.is/static/files/Menningarhusin/Dagsskra_2018/dagskra-sept-des.pdf

Aðalfundur Samkóp 29. maí 2018 kl. 19:30 í Vatnsendaskóla

Kæru foreldrar og aðstandendur barna í grunnskólum Kópavogs.

Aðalfundur Samkóp verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2018 í Vatnsendaskóla og hefst fundurinn kl. 19:30.

 

Dagskrá aðalfundar:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar.
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Allir foreldrar í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti.  Stjórn Samkóp hvetur alla foreldra í grunnskólum Kópavogs til þess að mæta.

Stjórn Samkóp

Skýrsla SAMKÓP vegna breytt leiðakerfis Strætó janúar 2018

SAMKÓP hefur gefið út skýrslu um breytingarnar sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í janúar 2018.

Heilt á litið virðast breytingarnar vera mikil afturför og þá einkum vegna tómstunda barna en leið 28 er nú ekki lengur sá tómstundavagn sem var lagt upp með.

Framkvæmdin á breytingunum var svo gríðarlega ámælisverð. Gagnrýnin er tíunduð í skýrslunni.

 

FRESTAÐ – Aðalfundur Samkóp 30. maí 2017 í Vatnsendaskóla, nýr aðalfundur 5. júní.

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Samkóp sem vera átti 30. maí 2017 og nýr aðalfundur verið boðaður 5. júní 2017 kl 20:00 í Vatnsendaskóla.

Dagskrá aðalfundar er:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar. (ein lagabreytingartillaga hefur verið lögð fram – og snýr að nafnabreytingu, Skólanefnd heitir núna Menntaráð).
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fulltrúi Samkóp í stjórn Heimilis og skóla

Fulltrúaráð Heimili og skóla hélt fund sinn í dag og heimsóttum við Hraunvallaskóla í leiðinni.  Dagskrá fundarins var kynning á skýrslu Evrópunefndar, kynning á Hraunvallaskóla (sem er opin skóli), fræðsla Þórdísar H. Ólafsdóttur, verkefnastjóra/kennsluráðgjafa Hafnarfjarðarbæjar, um verkefnið Lestur er lífsins leikur ásamt umræðu um samræmdu prófin.  Í lok fundarins var Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp og formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla, kosin inn í stjórn Heimilis og skóla.  Þá var Arnar Björnsson, formaður Samkóp og varaformaður foreldrafélags Hörðuvallaskóla, kosin varamaður í stjórn Heimilis og skóla.  Við erum ánægð að eiga fulltrúa í stjórn Heimilis og skóla og hlökkum til þess verkefnis.

arnar-og-thorvar

t.v. Arnar Björnsson, formaður Samkóp og t.h. Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp.

 

 

Hringbraut – Skólinn okkar

Okkur í Samkóp langar að benda á sjónvarpsþætti sem hófu göngu sína á Hringbraut í febrúar, ekki til að auglýsa þennan miðil, heldur til að benda á flotta umfjöllun um skólamál. Þættirnir heita  Skólinn okkar og fjalla um skólamál (leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla).

Hægt er að nálgast þættina í gegnum heimasíðu Hringbrautar – www.hringbraut.is og í gegnum Youtube rás Hringbrautar https://www.youtube.com/channel/UCCigVZza6dnZfE3nOIZuTIQ/videos.

Fyrstu þrír þættirnir eru komnir á netið og hvet ég ykkur til að kíkja.

Fyrsti þáttur fjallar um líðan barna í skólum – https://www.youtube.com/watch?v=XyM72VY4vQE

Annar þáttur fjallar um hvernig nemendur af erlendu bergi upplifa skólagöngu sína og hvers konar þjónusta er í boði – https://www.youtube.com/watch?v=LPFRbyDiZPY

Þriðji þátturinn fjallar um notkun snjalltækja í skólastarfi – https://www.youtube.com/watch?v=oZzIP8UyJqc

 

Kveðja,
Arnar Björnsson, formaður Samkóp

Einelti – leiðir til lausna

Okkur í Samkóp langar að benda á ráðstefnu sem skipulagður er af námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands föstudaginn 3. mars.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna hér –

https://www.facebook.com/events/385658118493141/

 

Uppeldistækni-Tækniuppeldi

20170201_193916

Samkóp í samstarfi við Kópavogsbæ hélt í kvöld fyrirlestur um leiðir fyrir foreldra til að sinna uppeldi barna sinna í umhverfi spjaldtölva, tölva og síma annars vegar og hins vegar komu kennsluráðgjafar spjaldtölvuverkefnisins og fræddu foreldra um tækniúrræði og svöruðu svo spurningum foreldra.

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Velferðarsviðs Kópavogsbæjar kom og fræddi okkur um fyrri hlutann og kynnti þar meðal annars samning sem hún hefur sett saman, sem sjá má hér http://www.samkop.is/wp-content/uploads/2017/02/Fjölskyldusamningur-um-spjaldtölvu-tölvu-og-síma.pdf

Við hvetjum alla foreldra til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Álfhólsskóla 8. febrúar kl 19:30 og svo Smáraskóla 15. febrúar kl 19:30.

1 2 3