Ný heimasíða Samkóp

Tekin hefur verið í notkun ný heimasíða fyrir félagasamtökin Samkóp.  Stjórn Samkóp mun halda utan um fundargerðir, fréttir, viðburði, hlekki og annað sem viðkemur starfi Samkóp.  Það mun taka dágóðan tíma að koma öllu því efni sem til er um Samkóp á þessa síðu sem og að betrumbæta síðuna – við vitum að þið sýnið okkur umburðarlyndi, enda Kópavogsbúar 🙂

Samkóp eru foreldrasamtök sem rekin eru áfram í sjálfboðavinnu, ef þið hafið ítök eða vitið af fyrirtækjum sem myndu vilja auglýsa á okkar síðu, þá megið þið endilega senda okkur upplýsingar um slíkt á samkop.samkop@gmail.com.

Fylgist einnig með okkur á facebook – https://www.facebook.com/samkop.kopavogi/

Fyrir hönd stjórnar Samkóp langar okkur að þakka hönnuði vefsíðunnar fyrir frábært og óeigingjarnt starf.  Þorvar Hafsteinsson innilegar þakkir fyrir þitt framlag 🙂

SAMKÓP tekur heilshugar undir áskorun Barnaheilla

Samkóp hefur ályktað á stjórnarfundi sínum, 1. september, að taka heilshugar undir áskorun Barnaheilla um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Í áskorun Barnaheilla kemur fram tillaga um að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

http://www.barnaheill.is/…/askorunumgjaldfrjalsangrunnskola/

1 2 3