Fundur 4. febrúar 2020

Dagsetning: 4. febrúar 2020
Tími: 11:45-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn: Bjargey Una Hinriksdóttir, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson

1 – Spjaldtölvuverkefnið
Búið er að ráða verkefnastjóra í upplýsingatækni sem hefur umsjón með spjaldtölvuverkefninu, Bergþóra Þórhallsdóttir sem kemur úr Kópavogsskóla.
JBJ spyrst fyrir í menntaráði um stöðuna á úttekt og áður tilkynntum samráðshópi
Svar frá menntaráði: Ekki er búið að útfæra hvernig samráðshópur á að vera og gæti orðið önnur lending varðandi slíkan vettvang. Verið er að skoða samstarf með tveimur aðilum varðandi úttekt – það verður leitað til foreldra, starfsmanna og fleiri til að fá nánari óskir um hvað felist í úttektinni – hvaða áherslur verði.

2 – Innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Mikil vinna verið í gangi að innleiða barnasáttmála SÞ í starfi Kópavogsbæjar, fylgst með gangi mála í menntaráði þar sem JBJ er fulltrúi foreldra.

3 – Fjármál
Samningur við Kópavogsbæ, rukkum seinni part 2019 og fyrri part 2020 núna. Þurfum að endursemja fyrir árslok.

4 – Fyrirlestrar
Fyrirlestrar í skólum, 4 framundan hjá Álfhólsskóla, þar á meðal frá rannsóknum og greiningu. Kópavogsbær fyrirhugar fyrirlestra í hverjum skóla fyrir unglinga varðandi vímuefni sem og aðra fyrir foreldra.

5 – Nýtt námsmat
SAMKÓP þrýsti á að einkunnakerfi sé útskýrt betur fyrir foreldrum, virðist mjög flókið og mikil súpa – Menntamálastofnun eða ráðuneyti? Eru allir skólar í Kópavogi með samræmingu sín á milli? En yfir landið? Lestrarviðmið virðast hafa vond áhrif á skýrleika og framburð – ætti að vera munur á lestrarviðmiði í hljóði og upplestrarviðmiði sem ætti að leggja áherslu á skýrmæli og áherslur. Reyna að fá fund með Menntamálastofnun. Heyra í SAMFOK og Heimili og skóla og vekja athygli á þessu við Kópavogsbæ.

6 – Samræmd próf
Að geta farið yfir samræmd próf er enn skýr krafa foreldra. Fékkst ekki í fyrra. JBJ skoði sín samskipti, BUH fékk neitun. Skoðum þetta.

7 – Öskudagurinn
Öskudagurinn – auglýsing og hvatning. Þetta er 26. febrúar – heyrum í Kópavogsblaðinu, jafnvel tvisvar áður ef hægt er. Setja auglýsingar á síður foreldrafélaga – heyra í Þorvari. Kársnes setti á Google Maps. Skoða eitthvað svipað?

Fundur 5. desember 2019

Dagsetning: 5. desember 2019
Tími: 11:30-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn:Anna Rós Sigmundsdóttir, Hákon Davíð Halldórsson, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson

1 – Auglýsing í Kópavogsblaðið
-samþykkt að auglýsa þar útivistartíma eins og fyrri ár
-stjórn skoðar hvernig auglýsing lítur út
-pælingar hvort að SAMKÓP eigi að kynna sig meira almennt

2 – Samræmd próf – vitað að tveir skólar hafa gefið út viðbragðsáætlanir

3 – Sundkennsla – Ítreka að fá að vita hvernig sundkennslu sé háttað í Kópavogi, hvort fá allir tilskilinn sundtíma eða hvort undanþágur séu til staðar.
JBJ sendi á Ragnheiði.

4 – Forvarnarráð – ekkert heyrst frá Amöndu

5 – Rætt um Molann og átak sem er að fara í gang þar

6 – Vegna fyrirhugsað fundar með Amöndu og Ragnheiði – umræða um foreldraröltsskýrslur, sameiginlegt dagatal SAMKÓP, skóla, foreldrafélaga, menntasviðs, tómstundasviðs.

Reyna að koma á fundi með fulltrúum foreldrafélaga (formenn), skólastjórum, menntasviði og tómstundasviði varðandi
samstarf um fundi og atburði og almennt samstarf foreldra og skóla. Samræmdar Facebook-reglur? Mælingar/mælikvarðar?

7 – Jólahátíðarstundir
Laufabrauð datt upp fyrir í Vatnsendaskóla
Laufabrauð í Smáraskóla, fjáröflun 7 bekkjar
Jólaföndur í Kársnesskóla, gekk vel, fjáröflun 7. og 10. bekkjar
Laufabrauð, föndur (heimaföndur Halldóru), piparkökumálning, skólakór og fjáröflun 10. bekkjar í Lindaskóla, 250 manns. Laufabrauðsskurðarkennsla næst.

8 – Kirkjuferðir
Bara í Smáraskóla af þeim skólum sem eiga fulltrúa á fundinum

9 – Skólapúlsinn/mælingar
Skilgreiningar mælinga og mælikvarða ganga erfiðlega í skólum. Spurning um að ýta á að samræma þetta í Kópavogi, fékk ekki miklar undirtektir
í menntaráði í byrjun nóvember.
Heyra í Birki Jóni varðandi samgöngustefnuna.

10 – Umræður um Völu, nýtt kerfi fyrir frístundir og þjónustuvöntun Þjóðskrár vegna kennitalna forráðamanna og skipt forræði

11 – Öskudagur – Hefja undirbúning vegna öskudags mun fyrr, er 26. febrúar

12 – Fulltrúaráðsfundur – klikkuðum á að halda í haust, höldum eftir áramót.

FUNDARGERР– Samkóp – 3. október 2019.

 

Kl. 11.45-13.00

Efni fundar:

Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson

Fundarritari: Þorvar Hafsteinsson

Þátttakendur:  Jóhannes (Smáraskóli), Elsba (Hörðuvallaskóli), Karl (Álfhólsskóli), Hákon (Lindaskóli) og Anna Rós (Kársnesskóli), Bjargey (Salaskóli)

Fundarstaður: Bókasafn Kópavogs 

UMRÆÐUR  OG ÁKVARÐANIR:

1.     Sundkennsla – Mikilvægt að öllum sé gefin kostur á að æfa sund einsog reglugerð gerir ráð fyrir. Möguleiki þess að nýta tíma með því að bjóða upp á valkvætt sund fyrir þá sem það vilja nýta sér.

2.     Aukin samvinna og miðlun upplýsinga milli skóla.

3.     Bekkjarfulltrúafræðsla.

4.     Kynningar á foreldrastarfi í samvinnu við skóla

5.     Dagskrá vetrarins:

6.     Samkópsfulltrúar allra skóla

7.     Önnur mál:

a.     Rætt um styrki foreldrafélaga til bekkjarstarfs og viðburða

b.     Spjaldtölvu verkefnið

 

 

 

 

VERKEFNALISTI                                                                                            Ábyrgð              Lokið

1. Sundkennsla:    Leggja fram fyrirspurn í Menntaráði varðandi sundkennslu í skólum. Er möguleiki að nýta tíma með því að bjóða upp á valkvætt sund fyrir þá sem það vilja nýta sér. Jóhannes og Anna Rós
2.    Aukin samvinna og miðlun upplýsinga milli skóla:  Setja upp flokk á heimasíðu þar sem hægt er að setja upplýsingar um hvernig viðburðir fara fram. Allir
3.   Bekkjarfulltrúafræðsla:  Hafa samband við HOGS varðandi bekkjarfulltrúafræðslu og skipuleggja fræðslufundi í samvinnu við foreldrafélög. Þorvar
4.   Kynningar á foreldrastarfi í samvinnu við skóla: Hákon gerir samantekt á því hvernig þessu er háttað í Lindaskóla, þar sem samstarf foreldrafélags og skóla er að virka vel. Í framhaldinu verður farið fara þess á leit við Menntasvið að þessu verði komið í fast form í öllum skólum í samráði við skólastjórnendur. Hákon Allir
5.    Dagskrá :
Stjórnarfundir verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.Bekkjafulltrúafundur haustönnFulltrúaráðsfund haustönn

Fyrirlestrar

Fulltrúaráðsfund vorönn

Þorvar

Þorvar

Hákon

Allir

Allir

6.    Samkópsfulltrúar allra skóla:
Setja fund með Snællandsskóla varðandi samkóp og foreldrarölt.Ná sambandi við Kópavogsskóla samkópsfulltrúa
Þorvar

Allir

7.    Önnur mál – Spjaldtölvu verkefnið:
Settur verður á stafn samráðshópur um spjaldtölvuverkefnið þar sem öll foreldrafélög eiga fulltrúa ásamt fulltrúum frá Kópavogsbæ. Hlutverk hópsins verði að móta stefnu um spjaldtölvuvæðinguna til framtíðar. Ræða hugmynd í samtarfi við Menntasvið en taka hugsanlega fyrir í Menntaráði.
Fundi slitið kl.13:00

 

Stjórnarfundur 30. ágúst 2019

Fyrsti stjórnarfundur SAMKÓP, haldinn föstudaginn 30. ágúst kl. 11:45 á Grillhúsinu

Mættir: Jóhannes B. Jensson, Þorvar Hafsteinsson, Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Anna R. Sigmundsdóttir og Hákon D. Helgason.

1. Verkaskipting stjórnar

Gjaldkeri: Karl Einarsson

Ritari: Þorvar Hafsteinsson

Varaformaður: Anna R. Sigmundsdóttir

Röltfulltrúi: Hákon D. Helgason.

Einnig rætt undir þessum lið að fá meir stuðning við röltið og utanumhald þess frá Kópavogsbæ (Amanda)

Uppfæra upplýsingar um stjórn, foreldrafélög og skóla á heimsíðu, allir senda á Þorvar.

 

2. Rölt

Koma á rölti

Skoða með skýrslugjöf, hvaða form á að vera á henni, myndir? Hvaða upplýsingar þarf, ekki að vera með meira.

3. Önnur mál

 • Funda með foreldrafélögum um tilgang SAMKÓP.
 • Fundur með Kópavogsbæ, 18. september kl 12.
 • Undirbúa þarf efni – allir geta sett inn á facebook stjórnar
 • Frístundavagn – skipulag
 • Fundaraðstaða fyrir SAMKÓP. Gætum SAMKÓP fengið afdrep td. í fagralundi til að funda.
 • Teymiskennsla og skipulag (Arnar)
  • hvernig hefur verið háttur á
  • Afmælum
  • Bekkjarfulltrúum
  • Rölti

Þegar árgangur er einn hópur. Þetta var rætt og ýmist form á því. Foreldrafélögin þurfa að fylgja vel eftir að eitthvað skipulag sé, dæmi var um excel-skjal þar sem haldið var utan um afmæli ( Anna)

 

Fundi slitið kl 13:00

Fundur 15. október 2018

Dags. Fundar 15. okt.2018
Tími 11:30-13:00
Staður Grillhúsið Sprengisandi

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Arnar Björnsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Elísabet, Jóhannes, Siggeir .
Fjarverandi: Ólöf og Aðalheiður Björk

Dagskrá

 1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund.
 2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
 3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
 4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
 5. Önnur mál

Fundargerð

1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund
Kynning á forvarnarviku virðist ekki hafa skilað sér nægilega vel til þeirra sem átti að ná til. Rætt var um leiðir til ná til fleiri.
Áhyggjur af veipnotkun og hvernig eigi að ná til barna um áhættu af notkun veipnotkunar.
Boðað verður annar fundur fyrir jól.

2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
Tillaga að efni fundarins er „Hvað getum við sem foreldrar gert“ í tengslum við forvnarmál.
Það er verið að skoða dagsetningar með bænum til að fara yfir þessi mál. Reynt að hafa fundinn í október annars nóvember. Þorvar ætlar að vera í sambandi við Amöndu sem fyrst til að finna dagsetningu.

3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
Hver og einn í stjórn Samkóp þurfa að skoða heimsíðuna og uppfæra tenglaupplýsingar.

4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
Fundargerð: bls. 2
Þurfum að hjálpast að að hafa þessar upplýsingar miðlægar og nota heimasíðuna til þess.

5. Önnur mál

 • Rætt hvort við ættum að hefja samstarf með foreldrafélagi MK.
 • Rætt hvort við ættum að eiga fulltrúa í Saman Hópnum og lagt til að Karl
  Einarsson sitji fyrir hönd Samkóp.
 • Boða á til fundar með bænum til að fara yfir nokkur mál, t.d. strætómálin.
  Þorvar tekur að sér að boða til þess fundar.
 • Hafa Jóhannes (joi@betra.is) í cc þegar fundargerðir eru sendar á formann og
  varaformann til staðfestingar.
 • Vetrarfrí – lagt fram frá Lindaskóla umræðu hvort kanna ætti hug foreldra til
  breytinga á högun vetrarfrís. Samþykkt að taka upp á fundi Menntaráðs og
  mögulega með fundi Menntasvið og Samkóp.
 • Foreldrarölt – í þau skipti sem félagsmiðstöðvar eru opnar lengur var velt upp
  hvort aðrir skólar hagi rölti í samræmi við opnun. Ekki er það þannig í öðrum
  skólum, en sumir skólar eru að hefja sitt rölt 22:30 á meðan flestir rölta frá
  22:00.
 • Kópavogsskóli spyr hvort Samkóp muni verða með einhverja fyrrilestra fyrir
  alla skólana sem skólarnir greiða saman.
 • Karl mun senda rukkun vegna námskeiðs Bryndísar frá Heimili og skóla á alla skólana.
 • Plana þarf hitting stjórnar á heimili. – Siggeir tekur þann bolta.

Fundi slitið kl:12:30

Fundargerð 15.10.2018 (pdf)

Fundagerð Samkóp – fundur 6. desember 2017

Dagsetning: 06. 12.2017
Tími: 19:40 -21:15
Staður: Vatnsendaskóli
Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson,


Dagskrá:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót
 7. Önnur mál

Fundargerð:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
  Breytingatillögur okkar samþykktar. Ein breyting frá bænum um að við verðum áfram aðilar að foreldrarölti. Skjalið verður skannað og sett á heimasíðuna.
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
  Það hefur tekist vel til að koma rölti á stað hjá Vatnsendaskóla. Rölt gengið vel í Hörðuvallaskóla og hópamyndun minnkað verulega. Samþykkt að setja inn auglýsingu í bæjarblað um röltmálin. Búið að skipuleggja rölt í Smáraskóla en mætti vera aðeins virkara. Í Snælandsskóla hefur verið skipulagt en ekki upplýsingar um hvernig hefur gengið. Röltið hefur gengið vel í Kópavogsskóla.
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
  Leggja til við þau að hvetja skólana til að halda skólaþing með foreldrum. Þetta gæti búið til vettvang þannig að foreldrar taki meira þátt í skólastarfi. Nefna með skólasálfræðinga, eru 2 nóg. Sérkennarar að hverfa af markaði, spurning hvernig sú þróun er.  Áætlun um íbúaþróunnar í skólum…
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
  Spurning um mötuneytismál – dæmi er um skóla sem er móttökueldhús þar sem matráður má ekki elda á stórri pönnu, sem er ótækt. Það fór þannig að matráður sem náði 98% nemenda í mat en segir upp og foreldar ósáttir með afstöðu bæjarins um að tryggja ekki aðstöðu fyrir góða matráða.Bekkjarfulltrúar – hugmynd að ræða nýja nálgun á skipun bekkjarfulltrúa.Hvernig á foreldrafélagið að virkaKynning frá Ráðgjöf og greiningu.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót .
  Fundir fastir, fulltrúaráðsfundur, riddari@gmail.com
 7. Önnur mál

Fundargerð SAMKOP 06.12.2017 (word)

Fundargerð Samkóp 31. ágúst 2017

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Jóhannes Birgir Jensson og Aðalheiður Björk Sigurdórsdóttir.
Fjarverandi: Ragnheiður Dagsdóttir og fulltrúar Kópavogsskóla, Kársnesskóla og Salaskóla


• Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
• Dagskrá vetrarins
• Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
• Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum

Önnur mál


1. Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
Karl Einarsson gjaldkeri Samkóp og gengið var frá prókúruskiptum á fundinum. Ragnheiður kom með pappíra til að skrifa undir og var það gert á fundinum.
Arnar heyrir í Margréti formanni Menntaráðs um afhendingu á öllum styrk til handa Samkóp.
2. Dagskrá vetrarins
Keyra af stað fund vegna foreldrarölts og Ragnheiður röltfulltrúi mun taka þann bolta og boða til fundar. BBC er að koma til landsins og ætlar að heimsækja Hörðuvallaskóla og fylgjast með foreldrastarfi þar. Meðal annars verður fylgst með foreldrarölti þar sem það gengur svo vel þar. Mögulega munu þeir hitta forsvarsmenn Samkóp til að forvitnast um muninn á milli skólanna hvað varðar foreldrarölt.

Stefna á að hafa leiksýningu fyrir foreldra og unglingastig grunnskólabarna í Kópavogi. Sýningin fjallar um kvíða og teljum þetta henta vel á haustönn. Aukasýning er 15. September þar sem við getum skoðað hvort hún henti fyrir okkur eða ekki. Nefndarmönnum verði boðið á sýninguna ásamt mökum, mikilvægt að láta vita hvort þau komist eða ekki.

Fundur fyrir skólaráðs- og bekkjarfulltrúa. Þetta er fræðslufundur þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra og leiðbeiningar um hvernig þau eigi að uppfylla skyldur sínar. Þorvar athugar hvort Bryndís geti tekið þetta. Stefna á fundinn í lok september.
Jóhannes Birgir ætlar að hafa samband við Eyjólf sálfræðing og eina aðra sem voru á fræðslufundi í Smáraskóla. Við stefnum á að hafa þessa fræðslu í október.

Hafa fulltrúaráðsfund í Janúar.

Rætt að skoða fund með fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að heyra hvernig stefna þeirra er í menntamálum fyrir komandi kosningar.
Stefnum á eina fræðslu eftir áramót.

3. Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
Ekki hefur tekist að manna í allar stöður hjá sumum skólum.

4. Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum
Rennt var yfir fund Menntaráðs þar sem fjallað var um námsgagnainnkaup. Kosið var um hvort bærinn myndi greiða alfarið fyrir námsgögn eða fara þá leið að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Niðurstaðan var að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Svo verður skoðað hvort bærinn greiði fyrir þetta á næsta ári. Aðeins var farið yfir hvernig þessu var háttað í Snælandsskóla, en þar var ábyrgðinni varpað yfir á foreldrafélagið í stað þess að skólinn tæki ábyrgðina eins og hjá öllum hinum skólunum. Það virðist vera leyst að hluta til.

5. Önnur mál:
Rætt um að boða til fundar með Ragnheiði á skólaskrifstofu. Þorvar boðar hann.

Fundagerð Samkóp 22. júní 2017

Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson

Fundarritari: Þorvar Hafsteinsson
Fundarstaður og tími: Kringlukráin 12:00 -13:00

Fundarmenn: Karl Einarsson, Ragnheiður Dagsdóttir, Aðalheiður Sigurdórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson


Dagskrá:
I. Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018

II. Starfsárið framundan og fundartímar


Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018
Ákveðið var að stöður innan stjórnar SAMKÓP skiptust á eftirfarandi hátt:

Arnar Björnsson, varaformaður og ritari,
Karl Einarsson, gjaldkeri,
Ragnheiður Dagsdóttir, röltfulltrúi.

Skjöl er varða breytingu á gjaldkerastöðu voru undirrituð og Ragnheiður samþykkti að koma prókúrumálum í réttan farveg þannig að allt sé klárt fyrir haustið.

Röltið lítilega rætt og allir sammála um að taka þarf fastar á þeim málum strax í upphafi skólaárs, og stefnt að því að fylgja þessum málum eftir með öðrum röltfundi strax eftir áramót.

Starfsárið framundan og fundartímar.

Árið framundan var lítillega rætt, án þess þó að einhver ákveðin niðurstaða lægi fyrir. Þó nokkuð ljóst að mánudagar og þriðjudagar munu ekki henta sem fundartímar. Finna þarf tíma sem hentar öllum strax í haust. Stefnt að því að hafa fundi á minnst 4 vikna fresti. Hægt verður að hnikra tímum til og gert ráð fyrir að styttri fundir verði jafnvel haldnir í hádeginu á Kringlukránni eða sambærilegum stað. Annars verður fastur fundarstaður SAMKÓP í Vatnsendaskóla.

Fundi slitið 13:00
fundargerd-samkop-22-06-2017

Fundargerð aðalfundar Samkóps 2017

Fundur haldin í Vatnsendaskóla.

 

Mætt (með atkvæðisrétt): Arnar Björnsson (Hörðuvallaskóli), Þorvar Hafsteinsson (Vatnsendaskóli), Fanney Long (Kársnesskóli), Guðlaug Harpa Þorsteinssdóttir (Smáraskóli), Ragnheiður Dagsdóttir (Lindaskóli) og Karl Einarsson (Álfhólsskóli).

Fundur var settur 20:00 af formanni Samkóp, Arnari Björnssyni og stakk hann upp á að Marta Sigurjónsdóttir yrði fundarstjóri og var það samþykkt.  Marta stakk upp á Arnari Björnssyni sem ritara og var það samþykkt.

Dagskrá fundarins var samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.  Skýrsla stjórnar var lesin upp af formanni. Það kom fram mikil ánægja með þá sameiginlegu fundi sem haldnir voru af Samkóp fyrir hönd allra foreldrafélaganna. Nefnd var sú hugmynd að fá sálfræðinginn Eyjólf Örn Jónsson til að fjalla um áhrif snjalltækja á drengi og einhvern annan með honum sem fjallar um áhrif snjalltækja á stúlkur. Umræða skapaðist um læsis verkefni í Hafnarfirði og var nefnt hve vel slík átaksverkefni hafa tekist t.a.m. Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg.

Þá var ársreikningur félagsins kynntur. Nefnt var undir þessum lið að gaman væri að velta upp þeim fjármunum sem fara í gegnum foreldrastarf í Kópavogi til að sýna hve öflugt það starf er. Ársreikningurinn var samþykktur.

Fundarmenn voru upplýstir um textabreytingu í 8. gr. laga félagsins.  Nafni skólanefndar var breytt í Menntaráð þar sem þá á við.

Nýr formaður var kosin Þorvar Hafsteinsson og tekur við embættinu af Arnari Björnssyni.  Arnar Björnsson og Jóhannes Birgir Jensson voru kosnir inn í aðalstjórn félagsins.  Karl Einarsson og Ragnheiður Dagsdóttir voru kosin í varastjórn félagsins.  Árni Árnason var kosin aðalskoðunarmaður til tveggja ára og er annar af tveimur aðalskoðunarmönnum félagsins.  Marta Sigurjónsdóttir á eitt ár eftir af sínu tímabili sem aðalskoðunarmaður.  Heiður Hjaltadóttir og Karen Elísabet Halldórsdóttir voru kosnar vara skoðunarmenn reikninga félagsins.

Ákveðið var að Samkóp rukki foreldrafélögin félagsgjald sem nemur 10 kr. fyrir hvern nemanda í viðkomandi skóla.

Undir önnur mál var rætt um fjölmenningardag sem rætt hafði verið í stjórn Samkóp.  Ekki varð að þessum degi en skólaskrifstofa óskaði eftir aðstoð fulltrúa foreldra í vinnu við stefnumótun um fjölmenningu í skólum bæjarins.

Fundi slitið 20:50

Stjórnarfundur Samkóp

Mætt á fundinn voru, Arnar Björnsson(Hörðuvallaskóli), Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir(Smáraskóli), Guðmunda Smáradóttir(Álfhólsskóli), Þorvar Hafsteinsson(Vatnsendaskóli) og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir (gestur úr stjórn foreldrafélags Álfhólsskóla).

Fundurinn er haldin á Kringlukránni og hófst 11:30 og lauk 12:30.

 

Dagskrá

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi
 • Menntaráðsfundir
 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð
 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst
 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)
 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla
  • Fulltrúi Samkóp situr í vinnuhóp um Upplýsingatæknistefnu – Þorvar segir frá

Umræður

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi

Tillaga um að hafa þetta í samstarfi við Kópavogsbæ og stefna á maí.    Gera þetta að atburði í bænum.  Gæti verið þannig að hver skóli fyrir sig hefur hátíð og svo yrði einn stór staður til að halda utan um aðalviðburðinn.  Ákveðið að stofna vinnuhóp úr Samkóp sem mun hitta Ragnheiði Hermannsdóttur, deildarstjóra Menntasviðs og fulltrúum á Menningarsviði bæjarins, til að undirbúa þennan viðburð.  Tilgangurinn er að styðja við fjölmenningu í Kópavogsbæ.  Vinnuhópinn skipa úr Samkóp eru Arnar Björnsson, Guðmunda Smáradóttir og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir.

 • Menntaráðsfundir

Farið yfir málefni sem tekin hafa verið fyrir á fundi í Menntaráði.

 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð

Samþykkt að Arnar leiði þessa vinnu.

 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst

Arnar sagði frá því að ástæðan væri tímaleysi hans.

 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)

Lagt til að aðalfundir foreldrafélaganna verði ekki seinna en fyrri hluta maí mánaðar

 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla

Arnar sagði frá að hann og Þorvar væru að fara á fund með fulltrúaráðinu á morgun 10. Mars 2017.

 • Kynning á skýrslu Evrópunefndar um Skóla án aðgreiningar
  Frestað til næsta fundar
 • Samræmd próf
  Frestað til næsta fundar

 

 

1 2