Dagsetning: 4. febrúar 2021
Tími: 11:45-13:00
Staður: Teams fjarfundur
Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn: Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson, Hákon Davíð Halldórsson, Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Guðjón Leifsson, Anna Rós Sigmundsdóttir (vara fyrir Rögnu Finnbogadóttur)
- Verkaskipting stjórnar (formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, röltfulltrúi)
-Jóhannes Birgir Jensson, Smáraskóli, formaður til 2021 kosinn á aðalfundi 2019
-Karl Einarsson, Álfhólsskóli, gjaldkeri 2020
-Hákon Davíð Halldórsson, Lindaskóli, röltfulltrúi
-Kolbrún Ýr Jónsdóttir, Hörðuvallaskóli
-Ragna Finnbogadóttir, Kársnesskóli
-Ragnhildur Helgadóttir, Vatnsendaskóli, ritari
-Guðjón Leifsson, Salaskóli, varaformaður
-?, Snælandsskóli
-?, Kópavogsskóli - Spjaldtölvur – matsrannsókn
Kópavogur að semja um rannsókn á spjaldtölvuvæðingunni, skýrsla verði gefin út í lok árs. - Áhættumat á hugbúnaði
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið saman lista yfir þau smáforrit sem eru í notkun á spjaldtölvunum og flokkað þau eftir persónuverndarsjónarmiðum. Grípa til aðgerða eftir því sem við á.
SAMAN-hópurinn hefur skoðað varðandi sendingar fullorðinna til barna, sem og öryggisstillingar á spjaldtölvum, hvort þurfi að laga þær. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er 9. febrúar. Minna á fræðslu SAFT, „Börn og samfélagsmiðlar“. Vatnsendaskóli var með 90 manns á þessum rafræna fyrirlestri í síðustu viku. - Rafíþróttir – tómstundastarf
Stjórnin telur að brýnt sé að koma á rafíþróttadeild í Kópavogi - Pepp 2021
- Staðan á öskudeginum, leiðbeiningar á leiðinni
- Árgangafulltrúar hafa séð um viðburði, foreldrafélög hafa haldið að sér höndum
- Skólastjóri Kársnesskóla – margir netfræðsluviðburðir, mjög vel sótt og mikil ánægja
- Foreldrarölt í gangi
Önnur mál
-Áframhaldandi samningur um styrk við Kópavogsbæ, Karl kíkir á.
-Reykjavík með fyrirmyndarverkefni, vika sex, kynvitundarverkefni, stýrt af Kolbrúnu Hrund
-Fræðsla fyrir foreldra varðandi spjaldtölvur, ekki bara fyrir þá sem eru í 5. bekk, opið námskeið
-Kynningarfundir í næstu viku varðandi lýðheilsu, rannsókn heimilis og skóla