Fundur 1. september 2015

Dags. Fundar: 01.09.2015

Kl: 19:30-20:45


 

Fundarstjóri:  Arnar Björnsson
Fundarritari:   Arnar Björnsson
Þátttakendur: Ragnheiður Dagsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, Helga Jónsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir og Arnar Björnsson

Boðuð forföll: Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (veik), Kristín Andrea Einarsdóttir (varamaður), Rannveig Skúla Guðjónsdóttir (varamaður)


Dagskrá (aðalstjórn):

 1. Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla
 2. Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp
 3. Samningur um þjóðarsátt um byrjendalæsi
 4. Heimasíða
 5. Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
  1. Fundur með Birni verkefnastjóra
  2. Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við
  3. Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari
 6. Fundur með Samfok
 7. Fundardagskrá
 8. Önnur mál

Umræður:

 1. Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla

Senda á Auðun á Kópavogsblaðinu ályktunina. Ragnheiður setur sig í samband við Auðun og kannar með litla auglýsingu aukinheldis. Status verður sett inn á facebook 2. September – Arnar gerir það.

 1. Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp

Arnar ætlar að senda bréfið áfram 1. Eða 2. September 2015.

 1. Samningur um þjóðarsátt um læsi

Formaður Samkóp var tilnefndur sem fulltrúi foreldra fyrir Heimili og skóla í undirritun þjóðarsáttmála um læsi.

Arnar mun setja inn mynd af þessu tilefni og setur smá texta.

 1. Heimasíða

Þorvar sýnir það sem komið er. Þorvar hefur samband við Fjarskipti um uppsetningu á síðunni varðandi útlit. Hann býr einnig til aðgang fyrir stjórnarmenn Samkóp. Efnislega ættum við að byrja smátt og bæta svo við. Á næsta stjórnarfundi verður farið í að undirbúa opnun á síðunni.

 1. Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
  1. Fundur með Birni verkefnastjóra

Arnar finnur tíma með Birni og finna húsnæði. Hafa sem fyrst í september.

 1. Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við

Skoða þetta fyrir eða eftir áramót.

 1. Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari

Arnar talar við Elínborgu um þetta.

 1. Fundur með Samfok

Arnar ætlar að funda með forsvarsmanni Samfok, hann sendir upplýsingar hvenær fundur verður og aðalmenn geta komið ef þau hafa tök á.

 1. Fundardagskrá

Skoða að hafa fundi eins og lagt er upp með og endurskoða ef þörf er á.

 1. Önnur mál

 

 

 

Fundargerð 9. júní 2015

Dags. Fundar: 09.06.2015
Kl: 20:30-21:30


Fundarstjóri:   Arnar Björnsson

Fundarritari:   Arnar Björnsson
Þátttakendur: Helga Jónsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir, Ragnheiður Dagsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, Kristín Andrea Einarsdóttir og Arnar Björnsson

Boðuð forföll: Rannveig Skúla Guðjónsdóttir


Dagskrá:

 1. Skipun í hlutverk
  1. Varaformaður
  2. Gjaldkeri
  3. Ritari
  4. Skólanefndarfulltúi
  5. Varaskólanefndarfulltrúi
 2. Umræða um áherslur næsta veturs
 3. Fundartími næsta veturs og fyrirkomulag
 4. Önnur mál

Umræður:

 1. Skipun í nefndir

Ragnheiður verður áfram gjaldkeri og varaformaður.

Helga verður ritari.

Arnar verður skólanefndarfulltrúi.

Fanney verður varaskólanefndarfulltrúi.

 1. Umræða um áherslur næsta vetur

Sýnileiki Samkóp

Heimasíða Samkóp – Þorvar talar við Fjarskipti og ætlar að setja upp template fyrir nýja heimasíðu.

Fá styrk til Samkóp

Halda ráðstefnu í október

Bjóða upp á fund með Birni, verkefnastjóra spjaldtölvuvæðingu fyrir alla foreldra í Kópavogi. Mánudagurinn 15. Júní kl 19:30 í Hörðuvallaskóla. Skoða Kópavogsblaðið eða Kópavogspósturinn (valdimar) – Ragnheiður sér um samskipti við blöðin. Arnar sér um að senda auglýsingu á stjórn Samkóp.

Góð samskipti við skóla – skoða leiðir til þess

Virkja foreldra

 

 1. Fundartími næsta vetur og fyrirkomulag

Þriðjudagur 19:30 – 20:45.

 1. Annað

 

 

 

Fundargerð aðalfundar 26.maí 2015

 1. Fundur settur, skipan fundarstjóra og fundarritara

Varaformaður Samkóp Arnar Björnsson setti fundinn og bauð fundargesti velkomna. Marta Sigurjónsdóttur var skipuð fundarstjóri og tók hún þegar til starfa. Bryndís Baldvinsdóttir var skipuð fundarritari. Fundarstjóri lýsti fundinn löglega boðaðan og fundinn lögmætan. Fundarstjóri kynnti dagskrá fundarins sem er samkvæmt 6. gr. laga Samkóp.

Fundarstjóri fór yfir hverjir færu með atkvæðisrétt á fundinum og voru þeir eftirfarandi:    Álfhólsskóli: Kristín Andrea
Hörðuvallaskóli: Marta Sigurjónsdóttir
Lindaskóli: Ragnheiður Dagsdóttir
Kársnesskóli: engin mættur með atkvæðisrétt

Kópavogsskóli: Rannveig Guðjónsdóttir
Salaskóli: engin mættur með atkvæðisrétt
Smáraskóli: Árni Árnason
Vatnsendaskóli: engin mættur með atkvæðisrétt

 1. Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs.

Formaður, Árni Árnason, flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2014-2015. Hann fór yfir helstu viðburði ársins, áherslur og verkefni fráfarandi stjórnar.

 

 1. Umræður um skýrslu stjórnar.

Skýrsla stjórnar rædd. Umræða skapaðist um kostnað foreldra við skólabyrjun sbr. námsbækur og ritföng. Það tiðkast ekki í nágrannalöndum og einhver nefndi að spurning væri hvort það stæðist lög.

 

 1. Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.

Gjaldkeri Ragnheiði Dagsdóttur kynnti ársreikning félagsins og áritun skoðunarmanns. Að loknum umræðum var ársreikningurinn lagður fram til samþykktar og var hann samþykktur samhljóða. Styrkur frá Kópavogsbæ hefur ekki verið lagður fram fyrir áramót en nú eru umræður í gangi við bæinn um hann. Gjaldkeri fór yfir hvað fælist í aðild okkar að Heimili og skóla og hver kostnaðurinn við það væri.

 

Engar tillögur að lagarbreytingum lágu fyrir fundinum.

 1. Kosning til stjórnar
  Stjórn Samkóp skal skipuð formanni, ritara, gjaldkera, tveimur meðstjórnendum og tveimur varamönnum hið minnsta samkvæmt 7. gr. laga Samkóp.

Fundarstjóri kynnti að formaður, Árni Árnason fyrir hönd Smáraskóla gangi nú úr stjórn. Arnar Björnsson bauð sig fram til formanns og var það samþykkt samhljóð.

Aðrir stjórnarmenn sem sitja áfram frá síðasta aðalfundi eru:

Bryndís Baldvinsdóttir í Salaskóla þarf að hætta og því kemur inn til eins árs

Helga Jónsdóttir í aðalstjórn

Friðdóra Kristinsdóttir Álfhólsskóla þarf að hætta og inn kemur Fanney Long í Kársnesskóla til eins árs í aðalstjórn

 

Kosið var um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og fjóra varamenn en hefð er fyrir því að hver grunnskóli eigi fulltrúa í stjórn Samkóp.

 

Til stjórnar buðu sig fram til tveggja ára:

Guðlaug Gunnarsdóttir fyrir Smáraskóla til tveggja ára

Ragnheiður Dagsdóttir fyrir hönd Lindaskóla til tveggja ára

Voru þau samþykkt samhljóða
Til varastjórnar buðu sig fram:

   Þorvar Hafsteinsson Vatnsendaskóla

Kristín Andrea Einarsdóttir Álfhólsskóli

Rannveig Guðjónsdóttir fyrir hönd Kópavogsskóla

Voru þau samþykkt samhljóða
Ekki lá fyrir framboð frá Snælandsskóla en foreldrafélag skólans hafði óskað eftir því að fá að tilnefna fulltrúa síðar. Var það samþykkt.

 1. Kjör skoðunarmanns
  Í kjöri sem skoðunarmaður var:

   Sigurður Grétarsson frá Álfhólsskóla kemur til 2 ára

Var hann samþykktur samhljóða.

   Marta Sigurjónsdóttir frá Hörðuvallaskóla á eitt ár eftir

Varamaður: Árni Árnason

 

 1. Áheyrnarfulltrúi í skólanefnd Kópavogs
  Lagt var til að áheyrnarfulltrúi Samkóp í skólanefnd Kópavogs og varamaður hans yrðu:

   Arnar Björnsson Hörðuvallaskóla aðalfulltrúi

   Bryndís Baldvinsdóttir varafulltrúi

 

 1. Árgjald ákveðið.

Lagt var til að árgjaldið sem ekki hefur verið rukkað síðan 2006 yrði tekið upp aftur og yrði 10 krónur á nemenda út frá nemendafjölda 1.sept 2015.
Gjaldkeri stjórnar sendir póst á foreldrafélögin og kynnir þetta. Komi hins vegar til styrks frá Kópavogsbæ muni gjaldið verða fellt niður.

 

 1. Önnur mál.

Spurt var um hvort fundurinn væri löglegur þar sem fáir væru mættir. Marta fundarstjóri fór yfir að það er ekkert í lögum sem segir um fjölda mættra á fundinn heldur einungis um að formenn þurfi að vera löglega boðaðir til þess að fundurinn teljist löglegur.

Töluverð umræða skapaðist um I-pad væðinguna og svarað Arnar verðandi formaður þeim spurningum út frá þeim upplýsingum sem höfðu komið fram í Skólanefnd Kópavogs.

 

 1. Fundi slitið

Formaður þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum fyrir gott samstarf og minntist nokkurra góðra verkefna frá liðnum vetri sem segja til um mikilvægi öflugs foreldrastarfs.

Arnar, nýkjörin formaður, hlakkar til framhaldsins, þakkar Árna fyrir óeigingjarnt starf síðastliðin 3 ár sem formaður. Spennandi tímar framundan. Skólaskrifstofa Kópavogs vill og kallar eftir auknu samstarfi við stjórn Samkóp.
Gott samstarf við skólastjórnendur er mikilvægt og ætti að vera í öllum skólum bæjarins.

Fundi var slitið kl. 21:05.

1 2