Fjölbreytt haust dagskrá í menningarhúsum Kópavogs

Menningarhúsin í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú í haust en dagskránni verður dreift á öll heimili í Kópavogi en verður einnig til afhendingar á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og í Gerðarsafni.

Samkóp hvetur foreldra til að fylgjast með dagskrá menningarhúsanna í vetur.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum : https://menningarhusin.kopavogur.is/
og hér má nálgast rafræna útáfu (pdf) af dagskrá vetrarins:  https://www.kopavogur.is/static/files/Menningarhusin/Dagsskra_2018/dagskra-sept-des.pdf

Helstu breytingar á leiðarkerfi Strætó

Leið 35 sem ekur hringleið um Kársnes og Digranes með  endastöð á skiptistöð í Hamraborg hefur akstur í báðar áttir.

Vagnarnir eru merktir 35 réttsælis og 35 rangsælis. Réttsælis fer fyrst út á Kársnes og svo um Digranesið. Sú leið fer sömu leið og leið 35 fór. Rangsælis byrjar í Digranesi, fer svo á Kársnes og loks í Hamraborg.

Leið 2 verður lengd og ekur nú alla leið í Ögurhvarf með endastöð í Mjódd. Leið 2 mun aka um Arnarnesveg.

Leiðin er ekin að næturlagi um helgar, undir heitinu 102.

Leið 28 breytist og mun aka frá Hamraborg í gegnum Salahverfi og alla leið í Þingahverfi , helsta breytingin á leið 28 er að stoppistöðin Versalir, sem þjónustar Salalaug og Gerplu hefur verið lögð niður. Leið 28 ekur ekki lengur um Dalsmára, en stoppar þess í stað á Fífuhvammsvegi. Við hringtorgið við Dalsmára er síðan stoppistöð sem er sú stöð sem nýtist þeim sem eiga leið í Smáraskóla eða í Breiðablik.

Þá mun leið 21 sem ekur úr Hafnarfirði í Mjódd  stoppa við Smáralind.

Allar nánari upplýsingar um leiðarkerfið má nálgast á vefsíðu Strætó

Uppeldistækni-Tækniuppeldi

20170201_193916

Samkóp í samstarfi við Kópavogsbæ hélt í kvöld fyrirlestur um leiðir fyrir foreldra til að sinna uppeldi barna sinna í umhverfi spjaldtölva, tölva og síma annars vegar og hins vegar komu kennsluráðgjafar spjaldtölvuverkefnisins og fræddu foreldra um tækniúrræði og svöruðu svo spurningum foreldra.

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Velferðarsviðs Kópavogsbæjar kom og fræddi okkur um fyrri hlutann og kynnti þar meðal annars samning sem hún hefur sett saman, sem sjá má hér http://www.samkop.is/wp-content/uploads/2017/02/Fjölskyldusamningur-um-spjaldtölvu-tölvu-og-síma.pdf

Við hvetjum alla foreldra til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Álfhólsskóla 8. febrúar kl 19:30 og svo Smáraskóla 15. febrúar kl 19:30.