Samkóp, samtök foreldrafélaga grunnskóla Kópavogs, stendur fyrir þremur fræðslufundum 1., 8. og 15. febrúar í Kópavogi fyrir foreldra grunnskólabarna. Allir velkomnir.
Fyrri hluti – Hvað geta foreldrar gert til að stýra tölvunotkun barna sinna
Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um hvað foreldrar geta gert til að stýra tölvunotkun barna sinna. Helstu umfjöllunar efnir eru:
Hver ber ábyrgð á tölvunotkuninni
Hvernig er hægt takmarka tíma barnanna í tölvu
Hugmyndir að samningum og dæmi um reglur.
Lilja Rós Agnarsdóttir er félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili. Hún hefur unnið hjá Velferðarsvið Kópavogs í 10 ár. Fyrstu 5 árin í Barnavernd og sl. 5 ár hefur hún stýrt Áttunni –uppeldisráðgjöf sem er úrræði innan Velferðarsviðs Kópavogs sem sinnir málum frá Barnavernd og deild um málefni fatlaðra.
Seinni hluti – Jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar
Kennsluráðgjafi Kópavogsbæjar fjallar um jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar og gefur ráð um hvernig foreldrar geta gripið inn í notkun nemenda á spjaldtölvunni ef á þarf að halda.
Rætt verður um jákvæðni, traust, samvinnu, samveru, innbyggðar takmarkanir í tækjunum og fleira.
Hvar og hvenær?
1. febrúar – Kórinn- 19:30-21:00
8. Febrúar – Álfhólsskóli – 19:30-21:00
15. Febrúar – Smáraskóli – 19:30-21:00