Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Arnar Björnsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Fanney Long Einarsdóttir, Guðlaug Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dagsdóttir
Fjarverandi: varmenn og Helga Jónsdóttir
Dagskrá:
- Fundur með Elínborgu – í samráði við Elínborgu er lagt til 12. Nóvember, ákveða þarf tímasetningu
- Heimasíða – Þorvar kemur með útlit sem taka þarf ákvörðun um að nota
- Fundur með Grunnskóladeild – hvað eigum við að ræða þar, ræðum hugmyndir
- Umræða um dagskrá fulltrúaráðs
- Önnur mál
Fundargerð:
- Fundur með ElínborguÁkveðum að hafa þetta kl 20:00. Stefnum á að hafa fundinn í Smáraskóla – Guðlaug skoðar hvort skólinn sé laus. Arnar græjar auglýsingu í gegnum samskiptamiðla. Ragnheiður setur sig í samband við Kópavogsblaðið fyrir auglýsingu.
- HeimasíðaÞorvar ætlar að útbúa nokkrar pallettur og senda á stjórn þar sem hver raðar í röð hvað hentar vel.
Arnar ætlar að finna mynd til að setja á forsíðu.
- Fundur með grunnskóladeild
- Spyrja um stöðuna á skólarútunni samanber erindi sem lagt var fram í skólanefnd.
- Fara yfir með Ragnheiði tölvunotkun barna á elsta stigi
- Hvernig er haldið utan um atvik sem koma upp milli barna – er það skráð? Ætti að skrá það?
- Umræða um dagskrá fulltrúaráðsfundar
Þessum dagskrárlið frestað til næsta fundar.
- Önnur mál
- Röltfundur – hafa hann strax eftir áramót
Hugmynd um að halda utan öll námskeið sem haldin eru í grunnskólunum á heimasíðu Samkóp.
Benda líka á gagnlega linka.
Fundi slitið kl:21:15