Fundur 5. desember 2019

Dagsetning: 5. desember 2019
Tími: 11:30-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn:Anna Rós Sigmundsdóttir, Hákon Davíð Halldórsson, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson

1 – Auglýsing í Kópavogsblaðið
-samþykkt að auglýsa þar útivistartíma eins og fyrri ár
-stjórn skoðar hvernig auglýsing lítur út
-pælingar hvort að SAMKÓP eigi að kynna sig meira almennt

2 – Samræmd próf – vitað að tveir skólar hafa gefið út viðbragðsáætlanir

3 – Sundkennsla – Ítreka að fá að vita hvernig sundkennslu sé háttað í Kópavogi, hvort fá allir tilskilinn sundtíma eða hvort undanþágur séu til staðar.
JBJ sendi á Ragnheiði.

4 – Forvarnarráð – ekkert heyrst frá Amöndu

5 – Rætt um Molann og átak sem er að fara í gang þar

6 – Vegna fyrirhugsað fundar með Amöndu og Ragnheiði – umræða um foreldraröltsskýrslur, sameiginlegt dagatal SAMKÓP, skóla, foreldrafélaga, menntasviðs, tómstundasviðs.

Reyna að koma á fundi með fulltrúum foreldrafélaga (formenn), skólastjórum, menntasviði og tómstundasviði varðandi
samstarf um fundi og atburði og almennt samstarf foreldra og skóla. Samræmdar Facebook-reglur? Mælingar/mælikvarðar?

7 – Jólahátíðarstundir
Laufabrauð datt upp fyrir í Vatnsendaskóla
Laufabrauð í Smáraskóla, fjáröflun 7 bekkjar
Jólaföndur í Kársnesskóla, gekk vel, fjáröflun 7. og 10. bekkjar
Laufabrauð, föndur (heimaföndur Halldóru), piparkökumálning, skólakór og fjáröflun 10. bekkjar í Lindaskóla, 250 manns. Laufabrauðsskurðarkennsla næst.

8 – Kirkjuferðir
Bara í Smáraskóla af þeim skólum sem eiga fulltrúa á fundinum

9 – Skólapúlsinn/mælingar
Skilgreiningar mælinga og mælikvarða ganga erfiðlega í skólum. Spurning um að ýta á að samræma þetta í Kópavogi, fékk ekki miklar undirtektir
í menntaráði í byrjun nóvember.
Heyra í Birki Jóni varðandi samgöngustefnuna.

10 – Umræður um Völu, nýtt kerfi fyrir frístundir og þjónustuvöntun Þjóðskrár vegna kennitalna forráðamanna og skipt forræði

11 – Öskudagur – Hefja undirbúning vegna öskudags mun fyrr, er 26. febrúar

12 – Fulltrúaráðsfundur – klikkuðum á að halda í haust, höldum eftir áramót.