__________________________________________________________________________________
Fundarstjóri: Arnar Björnsson
Fundarritari: Arnar Björnsson
Þátttakendur: Ragnheiður Dagsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, Helga Jónsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir og Arnar Björnsson
Boðuð forföll: Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (veik), Kristín Andrea Einarsdóttir (varamaður), Rannveig Skúla Guðjónsdóttir (varamaður)
__________________________________________________________________________________
Dagskrá (aðalstjórn):
- Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla
- Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp
- Samningur um þjóðarsátt um byrjendalæsi
- Heimasíða
- Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
- Fundur með Birni verkefnastjóra
- Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við
- Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari
- Fundur með Samfok
- Fundardagskrá
- Önnur mál
Umræður:
- Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla
Senda á Auðun á Kópavogsblaðinu ályktunina. Ragnheiður setur sig í samband við Auðun og kannar með litla auglýsingu aukinheldis. Status verður sett inn á facebook 2. September – Arnar gerir það.
- Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp
Arnar ætlar að senda bréfið áfram 1. Eða 2. September 2015.
- Samningur um þjóðarsátt um læsi
Formaður Samkóp var tilnefndur sem fulltrúi foreldra fyrir Heimili og skóla í undirritun þjóðarsáttmála um læsi.
Arnar mun setja inn mynd af þessu tilefni og setur smá texta.
- Heimasíða
Þorvar sýnir það sem komið er. Þorvar hefur samband við Fjarskipti um uppsetningu á síðunni varðandi útlit. Hann býr einnig til aðgang fyrir stjórnarmenn Samkóp. Efnislega ættum við að byrja smátt og bæta svo við. Á næsta stjórnarfundi verður farið í að undirbúa opnun á síðunni.
- Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
- Fundur með Birni verkefnastjóra
Arnar finnur tíma með Birni og finna húsnæði. Hafa sem fyrst í september.
- Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við
Skoða þetta fyrir eða eftir áramót.
- Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari
Arnar talar við Elínborgu um þetta.
- Fundur með Samfok
Arnar ætlar að funda með forsvarsmanni Samfok, hann sendir upplýsingar hvenær fundur verður og aðalmenn geta komið ef þau hafa tök á.
- Fundardagskrá
Skoða að hafa fundi eins og lagt er upp með og endurskoða ef þörf er á.
- Önnur mál