Helstu breytingar á leiðarkerfi Strætó

Leið 35 sem ekur hringleið um Kársnes og Digranes með  endastöð á skiptistöð í Hamraborg hefur akstur í báðar áttir.

Vagnarnir eru merktir 35 réttsælis og 35 rangsælis. Réttsælis fer fyrst út á Kársnes og svo um Digranesið. Sú leið fer sömu leið og leið 35 fór. Rangsælis byrjar í Digranesi, fer svo á Kársnes og loks í Hamraborg.

Leið 2 verður lengd og ekur nú alla leið í Ögurhvarf með endastöð í Mjódd. Leið 2 mun aka um Arnarnesveg.

Leiðin er ekin að næturlagi um helgar, undir heitinu 102.

Leið 28 breytist og mun aka frá Hamraborg í gegnum Salahverfi og alla leið í Þingahverfi , helsta breytingin á leið 28 er að stoppistöðin Versalir, sem þjónustar Salalaug og Gerplu hefur verið lögð niður. Leið 28 ekur ekki lengur um Dalsmára, en stoppar þess í stað á Fífuhvammsvegi. Við hringtorgið við Dalsmára er síðan stoppistöð sem er sú stöð sem nýtist þeim sem eiga leið í Smáraskóla eða í Breiðablik.

Þá mun leið 21 sem ekur úr Hafnarfirði í Mjódd  stoppa við Smáralind.

Allar nánari upplýsingar um leiðarkerfið má nálgast á vefsíðu Strætó