FUNDARGERР– Samkóp – 3. október 2019.

 

Kl. 11.45-13.00

Efni fundar:

Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson

Fundarritari: Þorvar Hafsteinsson

Þátttakendur:  Jóhannes (Smáraskóli), Elsba (Hörðuvallaskóli), Karl (Álfhólsskóli), Hákon (Lindaskóli) og Anna Rós (Kársnesskóli), Bjargey (Salaskóli)

Fundarstaður: Bókasafn Kópavogs 

UMRÆÐUR  OG ÁKVARÐANIR:

1.     Sundkennsla – Mikilvægt að öllum sé gefin kostur á að æfa sund einsog reglugerð gerir ráð fyrir. Möguleiki þess að nýta tíma með því að bjóða upp á valkvætt sund fyrir þá sem það vilja nýta sér.

2.     Aukin samvinna og miðlun upplýsinga milli skóla.

3.     Bekkjarfulltrúafræðsla.

4.     Kynningar á foreldrastarfi í samvinnu við skóla

5.     Dagskrá vetrarins:

6.     Samkópsfulltrúar allra skóla

7.     Önnur mál:

a.     Rætt um styrki foreldrafélaga til bekkjarstarfs og viðburða

b.     Spjaldtölvu verkefnið

 

 

 

 

VERKEFNALISTI                                                                                            Ábyrgð              Lokið

1. Sundkennsla:    Leggja fram fyrirspurn í Menntaráði varðandi sundkennslu í skólum. Er möguleiki að nýta tíma með því að bjóða upp á valkvætt sund fyrir þá sem það vilja nýta sér. Jóhannes og Anna Rós
2.    Aukin samvinna og miðlun upplýsinga milli skóla:  Setja upp flokk á heimasíðu þar sem hægt er að setja upplýsingar um hvernig viðburðir fara fram. Allir
3.   Bekkjarfulltrúafræðsla:  Hafa samband við HOGS varðandi bekkjarfulltrúafræðslu og skipuleggja fræðslufundi í samvinnu við foreldrafélög. Þorvar
4.   Kynningar á foreldrastarfi í samvinnu við skóla: Hákon gerir samantekt á því hvernig þessu er háttað í Lindaskóla, þar sem samstarf foreldrafélags og skóla er að virka vel. Í framhaldinu verður farið fara þess á leit við Menntasvið að þessu verði komið í fast form í öllum skólum í samráði við skólastjórnendur. Hákon Allir
5.    Dagskrá :
Stjórnarfundir verða fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.Bekkjafulltrúafundur haustönnFulltrúaráðsfund haustönn

Fyrirlestrar

Fulltrúaráðsfund vorönn

Þorvar

Þorvar

Hákon

Allir

Allir

6.    Samkópsfulltrúar allra skóla:
Setja fund með Snællandsskóla varðandi samkóp og foreldrarölt.Ná sambandi við Kópavogsskóla samkópsfulltrúa
Þorvar

Allir

7.    Önnur mál – Spjaldtölvu verkefnið:
Settur verður á stafn samráðshópur um spjaldtölvuverkefnið þar sem öll foreldrafélög eiga fulltrúa ásamt fulltrúum frá Kópavogsbæ. Hlutverk hópsins verði að móta stefnu um spjaldtölvuvæðinguna til framtíðar. Ræða hugmynd í samtarfi við Menntasvið en taka hugsanlega fyrir í Menntaráði.
Fundi slitið kl.13:00

 

Forvarnarvika frístundadeildar 2019

Nú fer í hönd Forvarnarvika frístundardeildar Kópavogs. Samkóp hvetur alla foreldra og foreldrafélög til að kynna sér þessa frábæru dagskrá vel og láta sig ekki vanta á þessum áhugaverðu fræðslufyrirlestrum.

Kynning og dagskrá forvarnarvika 2019

14.október-Félagsmiðstöðin Þeba

Kl. 17:30-18:30 Foreldrafræðsla-rafsígarettur

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Kl. 20:15-20:45 Rafsígarettur-Forvarnarfræðsla

(Björg Eyflórsdóttir hjúkrunarfræðingur)

 21:00-21:30 Svefn og góðar svefnvenjur

(Erla Björnsdóttir sálfræðingur)

14.október – Félagsmiðstöðin Boðinn

Kl. 14:00-Heilbrigður lífstíll

(Geir Gunnar Markússon næringafræðingur)

16.október- Félagsmiðstöðin Pegasus

Kl. 20:00-22:00 Sjálfsstyrking

(Bjarni Fritzson rithöfundur og fyrirlesari)

(Kristín Tómasdóttir rithöfundur og ráðgjafi)

17.október – Ungmennahúsið Molinn

Kl. 20:00-22:00 Eitt líf-Eðli og umfang

(Fyrirlestur og umræður, fræðslu átakið Eitt líf)

 

Stjórnarfundur 30. ágúst 2019

Fyrsti stjórnarfundur SAMKÓP, haldinn föstudaginn 30. ágúst kl. 11:45 á Grillhúsinu

Mættir: Jóhannes B. Jensson, Þorvar Hafsteinsson, Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Anna R. Sigmundsdóttir og Hákon D. Helgason.

1. Verkaskipting stjórnar

Gjaldkeri: Karl Einarsson

Ritari: Þorvar Hafsteinsson

Varaformaður: Anna R. Sigmundsdóttir

Röltfulltrúi: Hákon D. Helgason.

Einnig rætt undir þessum lið að fá meir stuðning við röltið og utanumhald þess frá Kópavogsbæ (Amanda)

Uppfæra upplýsingar um stjórn, foreldrafélög og skóla á heimsíðu, allir senda á Þorvar.

 

2. Rölt

Koma á rölti

Skoða með skýrslugjöf, hvaða form á að vera á henni, myndir? Hvaða upplýsingar þarf, ekki að vera með meira.

3. Önnur mál

 • Funda með foreldrafélögum um tilgang SAMKÓP.
 • Fundur með Kópavogsbæ, 18. september kl 12.
 • Undirbúa þarf efni – allir geta sett inn á facebook stjórnar
 • Frístundavagn – skipulag
 • Fundaraðstaða fyrir SAMKÓP. Gætum SAMKÓP fengið afdrep td. í fagralundi til að funda.
 • Teymiskennsla og skipulag (Arnar)
  • hvernig hefur verið háttur á
  • Afmælum
  • Bekkjarfulltrúum
  • Rölti

Þegar árgangur er einn hópur. Þetta var rætt og ýmist form á því. Foreldrafélögin þurfa að fylgja vel eftir að eitthvað skipulag sé, dæmi var um excel-skjal þar sem haldið var utan um afmæli ( Anna)

 

Fundi slitið kl 13:00

Skilaboð frá SAMAN

 

FORELDRAR/FORRÁÐAMENN

MUNUM AÐ

 

FORELDRAR BERA ÁBYRGÐ Á BÖRNUM SÍNUM

TIL 18 ÁRA ALDURS

SAMVERA ER FRÁBÆR FORVÖRN

LEYFA EKKI EFTIRLITSLAUS PARTÝ OG

SUMARBÚSTAÐAFERÐIR

KAUPA EKKI ÁFENGI FYRIR UNGMENNI

UNDIR 20 ÁRA ALDRI

ÞEKKJA VINI BARNA OKKAR OG

FORELDRA ÞEIRRA

LÁTA OKKUR VARÐA HVAR BÖRNIN OKKAR

ERU OG HVAÐ ÞAU ERU AÐ GERA

SÝNA UMHYGGJU OG AÐHALD

VERA SAMTAKA Í UPPELDINU

 

Saman_OrTHsending til for eldra og forráðamanna

 

 

 

Fjölbreytt haust dagskrá í menningarhúsum Kópavogs

Menningarhúsin í Kópavogi

Dagskrá Menningarhúsanna hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og nú í haust en dagskránni verður dreift á öll heimili í Kópavogi en verður einnig til afhendingar á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Salnum og í Gerðarsafni.

Samkóp hvetur foreldra til að fylgjast með dagskrá menningarhúsanna í vetur.

Hér er hægt að fylgjast með viðburðum : https://menningarhusin.kopavogur.is/
og hér má nálgast rafræna útáfu (pdf) af dagskrá vetrarins:  https://www.kopavogur.is/static/files/Menningarhusin/Dagsskra_2018/dagskra-sept-des.pdf

Aðalfundur Samkóp 29. maí 2018 kl. 19:30 í Vatnsendaskóla

Kæru foreldrar og aðstandendur barna í grunnskólum Kópavogs.

Aðalfundur Samkóp verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2018 í Vatnsendaskóla og hefst fundurinn kl. 19:30.

 

Dagskrá aðalfundar:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar.
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Allir foreldrar í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti.  Stjórn Samkóp hvetur alla foreldra í grunnskólum Kópavogs til þess að mæta.

Stjórn Samkóp

Helstu breytingar á leiðarkerfi Strætó

Leið 35 sem ekur hringleið um Kársnes og Digranes með  endastöð á skiptistöð í Hamraborg hefur akstur í báðar áttir.

Vagnarnir eru merktir 35 réttsælis og 35 rangsælis. Réttsælis fer fyrst út á Kársnes og svo um Digranesið. Sú leið fer sömu leið og leið 35 fór. Rangsælis byrjar í Digranesi, fer svo á Kársnes og loks í Hamraborg.

Leið 2 verður lengd og ekur nú alla leið í Ögurhvarf með endastöð í Mjódd. Leið 2 mun aka um Arnarnesveg.

Leiðin er ekin að næturlagi um helgar, undir heitinu 102.

Leið 28 breytist og mun aka frá Hamraborg í gegnum Salahverfi og alla leið í Þingahverfi , helsta breytingin á leið 28 er að stoppistöðin Versalir, sem þjónustar Salalaug og Gerplu hefur verið lögð niður. Leið 28 ekur ekki lengur um Dalsmára, en stoppar þess í stað á Fífuhvammsvegi. Við hringtorgið við Dalsmára er síðan stoppistöð sem er sú stöð sem nýtist þeim sem eiga leið í Smáraskóla eða í Breiðablik.

Þá mun leið 21 sem ekur úr Hafnarfirði í Mjódd  stoppa við Smáralind.

Allar nánari upplýsingar um leiðarkerfið má nálgast á vefsíðu Strætó

Fundagerð Samkóp – fundur 6. desember 2017

Dagsetning: 06. 12.2017
Tími: 19:40 -21:15
Staður: Vatnsendaskóli
Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Karl Einarsson, Þorvar Hafsteinsson,


Dagskrá:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót
 7. Önnur mál

Fundargerð:

 1. Samningur við Kópavogsbæ
  Breytingatillögur okkar samþykktar. Ein breyting frá bænum um að við verðum áfram aðilar að foreldrarölti. Skjalið verður skannað og sett á heimasíðuna.
 2. Foreldraröltið – hvernig hefur gengið og hvað svo, viljum við fylgja þessu eitthvað frekar eftir (greinar, auglýsingar,…)
  Það hefur tekist vel til að koma rölti á stað hjá Vatnsendaskóla. Rölt gengið vel í Hörðuvallaskóla og hópamyndun minnkað verulega. Samþykkt að setja inn auglýsingu í bæjarblað um röltmálin. Búið að skipuleggja rölt í Smáraskóla en mætti vera aðeins virkara. Í Snælandsskóla hefur verið skipulagt en ekki upplýsingar um hvernig hefur gengið. Röltið hefur gengið vel í Kópavogsskóla.
 3. Fundur – Ragnheiði Hermansdóttir (Menntarsvið) /Samkóp
  Leggja til við þau að hvetja skólana til að halda skólaþing með foreldrum. Þetta gæti búið til vettvang þannig að foreldrar taki meira þátt í skólastarfi. Nefna með skólasálfræðinga, eru 2 nóg. Sérkennarar að hverfa af markaði, spurning hvernig sú þróun er.  Áætlun um íbúaþróunnar í skólum…
 4. Kvíði – Markvissar forvarnir (samstarf við Samkóp) – Þorvar rennir yfir stöðuna
 5. Fulltrúaráðsfundur – væri gott ef við gætum aðeins hugsað um hvert viðfangsefnið verður að þessu sinni.
  Spurning um mötuneytismál – dæmi er um skóla sem er móttökueldhús þar sem matráður má ekki elda á stórri pönnu, sem er ótækt. Það fór þannig að matráður sem náði 98% nemenda í mat en segir upp og foreldar ósáttir með afstöðu bæjarins um að tryggja ekki aðstöðu fyrir góða matráða.Bekkjarfulltrúar – hugmynd að ræða nýja nálgun á skipun bekkjarfulltrúa.Hvernig á foreldrafélagið að virkaKynning frá Ráðgjöf og greiningu.
 6. Dagskrá Samkop eftir áramót .
  Fundir fastir, fulltrúaráðsfundur, riddari@gmail.com
 7. Önnur mál

Fundargerð SAMKOP 06.12.2017 (word)

1 2 3