Fundargerð aðalfundar Samkóps 2017

Fundur haldin í Vatnsendaskóla.

 

Mætt (með atkvæðisrétt): Arnar Björnsson (Hörðuvallaskóli), Þorvar Hafsteinsson (Vatnsendaskóli), Fanney Long (Kársnesskóli), Guðlaug Harpa Þorsteinssdóttir (Smáraskóli), Ragnheiður Dagsdóttir (Lindaskóli) og Karl Einarsson (Álfhólsskóli).

Fundur var settur 20:00 af formanni Samkóp, Arnari Björnssyni og stakk hann upp á að Marta Sigurjónsdóttir yrði fundarstjóri og var það samþykkt.  Marta stakk upp á Arnari Björnssyni sem ritara og var það samþykkt.

Dagskrá fundarins var samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.  Skýrsla stjórnar var lesin upp af formanni. Það kom fram mikil ánægja með þá sameiginlegu fundi sem haldnir voru af Samkóp fyrir hönd allra foreldrafélaganna. Nefnd var sú hugmynd að fá sálfræðinginn Eyjólf Örn Jónsson til að fjalla um áhrif snjalltækja á drengi og einhvern annan með honum sem fjallar um áhrif snjalltækja á stúlkur. Umræða skapaðist um læsis verkefni í Hafnarfirði og var nefnt hve vel slík átaksverkefni hafa tekist t.a.m. Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg.

Þá var ársreikningur félagsins kynntur. Nefnt var undir þessum lið að gaman væri að velta upp þeim fjármunum sem fara í gegnum foreldrastarf í Kópavogi til að sýna hve öflugt það starf er. Ársreikningurinn var samþykktur.

Fundarmenn voru upplýstir um textabreytingu í 8. gr. laga félagsins.  Nafni skólanefndar var breytt í Menntaráð þar sem þá á við.

Nýr formaður var kosin Þorvar Hafsteinsson og tekur við embættinu af Arnari Björnssyni.  Arnar Björnsson og Jóhannes Birgir Jensson voru kosnir inn í aðalstjórn félagsins.  Karl Einarsson og Ragnheiður Dagsdóttir voru kosin í varastjórn félagsins.  Árni Árnason var kosin aðalskoðunarmaður til tveggja ára og er annar af tveimur aðalskoðunarmönnum félagsins.  Marta Sigurjónsdóttir á eitt ár eftir af sínu tímabili sem aðalskoðunarmaður.  Heiður Hjaltadóttir og Karen Elísabet Halldórsdóttir voru kosnar vara skoðunarmenn reikninga félagsins.

Ákveðið var að Samkóp rukki foreldrafélögin félagsgjald sem nemur 10 kr. fyrir hvern nemanda í viðkomandi skóla.

Undir önnur mál var rætt um fjölmenningardag sem rætt hafði verið í stjórn Samkóp.  Ekki varð að þessum degi en skólaskrifstofa óskaði eftir aðstoð fulltrúa foreldra í vinnu við stefnumótun um fjölmenningu í skólum bæjarins.

Fundi slitið 20:50

FRESTAÐ – Aðalfundur Samkóp 30. maí 2017 í Vatnsendaskóla, nýr aðalfundur 5. júní.

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Samkóp sem vera átti 30. maí 2017 og nýr aðalfundur verið boðaður 5. júní 2017 kl 20:00 í Vatnsendaskóla.

Dagskrá aðalfundar er:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar. (ein lagabreytingartillaga hefur verið lögð fram – og snýr að nafnabreytingu, Skólanefnd heitir núna Menntaráð).
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fulltrúi Samkóp í stjórn Heimilis og skóla

Fulltrúaráð Heimili og skóla hélt fund sinn í dag og heimsóttum við Hraunvallaskóla í leiðinni.  Dagskrá fundarins var kynning á skýrslu Evrópunefndar, kynning á Hraunvallaskóla (sem er opin skóli), fræðsla Þórdísar H. Ólafsdóttur, verkefnastjóra/kennsluráðgjafa Hafnarfjarðarbæjar, um verkefnið Lestur er lífsins leikur ásamt umræðu um samræmdu prófin.  Í lok fundarins var Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp og formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla, kosin inn í stjórn Heimilis og skóla.  Þá var Arnar Björnsson, formaður Samkóp og varaformaður foreldrafélags Hörðuvallaskóla, kosin varamaður í stjórn Heimilis og skóla.  Við erum ánægð að eiga fulltrúa í stjórn Heimilis og skóla og hlökkum til þess verkefnis.

arnar-og-thorvar

t.v. Arnar Björnsson, formaður Samkóp og t.h. Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp.

 

 

Stjórnarfundur Samkóp

Mætt á fundinn voru, Arnar Björnsson(Hörðuvallaskóli), Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir(Smáraskóli), Guðmunda Smáradóttir(Álfhólsskóli), Þorvar Hafsteinsson(Vatnsendaskóli) og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir (gestur úr stjórn foreldrafélags Álfhólsskóla).

Fundurinn er haldin á Kringlukránni og hófst 11:30 og lauk 12:30.

 

Dagskrá

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi
 • Menntaráðsfundir
 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð
 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst
 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)
 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla
  • Fulltrúi Samkóp situr í vinnuhóp um Upplýsingatæknistefnu – Þorvar segir frá

Umræður

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi

Tillaga um að hafa þetta í samstarfi við Kópavogsbæ og stefna á maí.    Gera þetta að atburði í bænum.  Gæti verið þannig að hver skóli fyrir sig hefur hátíð og svo yrði einn stór staður til að halda utan um aðalviðburðinn.  Ákveðið að stofna vinnuhóp úr Samkóp sem mun hitta Ragnheiði Hermannsdóttur, deildarstjóra Menntasviðs og fulltrúum á Menningarsviði bæjarins, til að undirbúa þennan viðburð.  Tilgangurinn er að styðja við fjölmenningu í Kópavogsbæ.  Vinnuhópinn skipa úr Samkóp eru Arnar Björnsson, Guðmunda Smáradóttir og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir.

 • Menntaráðsfundir

Farið yfir málefni sem tekin hafa verið fyrir á fundi í Menntaráði.

 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð

Samþykkt að Arnar leiði þessa vinnu.

 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst

Arnar sagði frá því að ástæðan væri tímaleysi hans.

 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)

Lagt til að aðalfundir foreldrafélaganna verði ekki seinna en fyrri hluta maí mánaðar

 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla

Arnar sagði frá að hann og Þorvar væru að fara á fund með fulltrúaráðinu á morgun 10. Mars 2017.

 • Kynning á skýrslu Evrópunefndar um Skóla án aðgreiningar
  Frestað til næsta fundar
 • Samræmd próf
  Frestað til næsta fundar

 

 

Hringbraut – Skólinn okkar

Okkur í Samkóp langar að benda á sjónvarpsþætti sem hófu göngu sína á Hringbraut í febrúar, ekki til að auglýsa þennan miðil, heldur til að benda á flotta umfjöllun um skólamál. Þættirnir heita  Skólinn okkar og fjalla um skólamál (leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla).

Hægt er að nálgast þættina í gegnum heimasíðu Hringbrautar – www.hringbraut.is og í gegnum Youtube rás Hringbrautar https://www.youtube.com/channel/UCCigVZza6dnZfE3nOIZuTIQ/videos.

Fyrstu þrír þættirnir eru komnir á netið og hvet ég ykkur til að kíkja.

Fyrsti þáttur fjallar um líðan barna í skólum – https://www.youtube.com/watch?v=XyM72VY4vQE

Annar þáttur fjallar um hvernig nemendur af erlendu bergi upplifa skólagöngu sína og hvers konar þjónusta er í boði – https://www.youtube.com/watch?v=LPFRbyDiZPY

Þriðji þátturinn fjallar um notkun snjalltækja í skólastarfi – https://www.youtube.com/watch?v=oZzIP8UyJqc

 

Kveðja,
Arnar Björnsson, formaður Samkóp

Uppeldistækni-Tækniuppeldi

20170201_193916

Samkóp í samstarfi við Kópavogsbæ hélt í kvöld fyrirlestur um leiðir fyrir foreldra til að sinna uppeldi barna sinna í umhverfi spjaldtölva, tölva og síma annars vegar og hins vegar komu kennsluráðgjafar spjaldtölvuverkefnisins og fræddu foreldra um tækniúrræði og svöruðu svo spurningum foreldra.

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Velferðarsviðs Kópavogsbæjar kom og fræddi okkur um fyrri hlutann og kynnti þar meðal annars samning sem hún hefur sett saman, sem sjá má hér http://www.samkop.is/wp-content/uploads/2017/02/Fjölskyldusamningur-um-spjaldtölvu-tölvu-og-síma.pdf

Við hvetjum alla foreldra til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Álfhólsskóla 8. febrúar kl 19:30 og svo Smáraskóla 15. febrúar kl 19:30.

Íbúafundur í Snælandsskóla – foreldrar sýna ábyrgð

Skólaráð Snælandsskóla hélt íbúafund 31. ágúst 2016 til að ræða grenndarkynningu á húsnæði sem er staðsett við lóð skólans.  Þetta var meðal annars gert að undirlagi foreldra þar sem þeim er ekki sama um umhverfið sitt.

Samkóp fagnar afskiptum foreldra að nærumhverfi sínu og hvetur aðra foreldra til að vera vakandi um sitt nærumhverfi.  Um leið styður Samkóp foreldra Snælandsskóla í sinni baráttu til að tryggja öryggi og hagsmuni barna sinna sem ganga í Snælandsskóla.

 

1 2