FRESTAÐ – Aðalfundur Samkóp 30. maí 2017 í Vatnsendaskóla, nýr aðalfundur 5. júní.

Ákveðið hefur verið að fresta aðalfundi Samkóp sem vera átti 30. maí 2017 og nýr aðalfundur verið boðaður 5. júní 2017 kl 20:00 í Vatnsendaskóla.

Dagskrá aðalfundar er:

 • Fundur settur
 • Skipan fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
 • Umræður um skýrslu stjórnar
 • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
 • Lagabreytingar. (ein lagabreytingartillaga hefur verið lögð fram – og snýr að nafnabreytingu, Skólanefnd heitir núna Menntaráð).
 • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
 • Árgjald ákveðið.
 • Önnur mál.
 • Fundi slitið.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fulltrúi Samkóp í stjórn Heimilis og skóla

Fulltrúaráð Heimili og skóla hélt fund sinn í dag og heimsóttum við Hraunvallaskóla í leiðinni.  Dagskrá fundarins var kynning á skýrslu Evrópunefndar, kynning á Hraunvallaskóla (sem er opin skóli), fræðsla Þórdísar H. Ólafsdóttur, verkefnastjóra/kennsluráðgjafa Hafnarfjarðarbæjar, um verkefnið Lestur er lífsins leikur ásamt umræðu um samræmdu prófin.  Í lok fundarins var Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp og formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla, kosin inn í stjórn Heimilis og skóla.  Þá var Arnar Björnsson, formaður Samkóp og varaformaður foreldrafélags Hörðuvallaskóla, kosin varamaður í stjórn Heimilis og skóla.  Við erum ánægð að eiga fulltrúa í stjórn Heimilis og skóla og hlökkum til þess verkefnis.

arnar-og-thorvar

t.v. Arnar Björnsson, formaður Samkóp og t.h. Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp.

 

 

Hringbraut – Skólinn okkar

Okkur í Samkóp langar að benda á sjónvarpsþætti sem hófu göngu sína á Hringbraut í febrúar, ekki til að auglýsa þennan miðil, heldur til að benda á flotta umfjöllun um skólamál. Þættirnir heita  Skólinn okkar og fjalla um skólamál (leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla).

Hægt er að nálgast þættina í gegnum heimasíðu Hringbrautar – www.hringbraut.is og í gegnum Youtube rás Hringbrautar https://www.youtube.com/channel/UCCigVZza6dnZfE3nOIZuTIQ/videos.

Fyrstu þrír þættirnir eru komnir á netið og hvet ég ykkur til að kíkja.

Fyrsti þáttur fjallar um líðan barna í skólum – https://www.youtube.com/watch?v=XyM72VY4vQE

Annar þáttur fjallar um hvernig nemendur af erlendu bergi upplifa skólagöngu sína og hvers konar þjónusta er í boði – https://www.youtube.com/watch?v=LPFRbyDiZPY

Þriðji þátturinn fjallar um notkun snjalltækja í skólastarfi – https://www.youtube.com/watch?v=oZzIP8UyJqc

 

Kveðja,
Arnar Björnsson, formaður Samkóp

Uppeldistækni-Tækniuppeldi

20170201_193916

Samkóp í samstarfi við Kópavogsbæ hélt í kvöld fyrirlestur um leiðir fyrir foreldra til að sinna uppeldi barna sinna í umhverfi spjaldtölva, tölva og síma annars vegar og hins vegar komu kennsluráðgjafar spjaldtölvuverkefnisins og fræddu foreldra um tækniúrræði og svöruðu svo spurningum foreldra.

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður Velferðarsviðs Kópavogsbæjar kom og fræddi okkur um fyrri hlutann og kynnti þar meðal annars samning sem hún hefur sett saman, sem sjá má hér http://www.samkop.is/wp-content/uploads/2017/02/Fjölskyldusamningur-um-spjaldtölvu-tölvu-og-síma.pdf

Við hvetjum alla foreldra til að koma á fyrirlesturinn sem verður í Álfhólsskóla 8. febrúar kl 19:30 og svo Smáraskóla 15. febrúar kl 19:30.

Uppeldistækni & Tækniuppeldi

Samkóp, samtök foreldrafélaga grunnskóla Kópavogs, stendur fyrir þremur fræðslufundum 1., 8. og 15. febrúar í Kópavogi fyrir foreldra grunnskólabarna. Allir velkomnir.

Fyrri hluti – Hvað geta foreldrar gert til að stýra tölvunotkun barna sinna

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi, fjallar um hvað foreldrar geta gert til að stýra tölvunotkun barna sinna. Helstu umfjöllunar efnir eru:

Hver ber ábyrgð á tölvunotkuninni

Hvernig er hægt takmarka tíma barnanna í tölvu

Hugmyndir að samningum og dæmi um reglur.

Lilja Rós Agnarsdóttir er félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili. Hún hefur unnið hjá Velferðarsvið Kópavogs í 10 ár. Fyrstu 5 árin í Barnavernd og sl. 5 ár hefur hún stýrt Áttunni –uppeldisráðgjöf sem er úrræði innan Velferðarsviðs Kópavogs sem sinnir málum frá Barnavernd og deild um málefni fatlaðra.

Seinni hluti – Jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar

Kennsluráðgjafi Kópavogsbæjar fjallar um jákvæðar hliðar spjaldtölvunotkunar og gefur ráð um hvernig foreldrar geta gripið inn í notkun nemenda á spjaldtölvunni ef á þarf að halda.

Rætt verður um jákvæðni, traust, samvinnu, samveru, innbyggðar takmarkanir í tækjunum og fleira.

Hvar og hvenær?

 1. febrúar – Kórinn- 19:30-21:00

8. Febrúar – Álfhólsskóli – 19:30-21:00

15. Febrúar – Smáraskóli – 19:30-21:00

Frábær fyrirlestur um kvíða í Digraneskirkju – glærur

Kvíða fyrirlestur Samkóp í Digraneskirkju
Fyrirlesarar fv. Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Anna Sigurðardóttir

Það þarf ekkert að orðlengja það, fyrirlestur þeirra Önnu Sigurðardóttur sálfræðings frá Heilsuborg, Unnar Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur frá Hugarfrelsi, var í einu orði sagt frábær.

Það er alveg ljóst að viðfangsefni fyrirlestrarins „Kvíði barna og unglinga – aðferðir sem reynst hafa vel“, stendur foreldrum barna í grunnskólum Kópavogs nærri.  Aðsóknin var betri en nokkurn óraði fyrir og þurftu sýnilega margir frá að hverfa.

Samkóp vill að sjálfsögðu reyna að koma til móts við þá sem ekki komust að á þessum tveimur fyrirlestrum . Við munum

Frábær mæting á frábærann fyrirlestur
Frábær mæting á frábærann fyrirlestur

því mjög fljótlega setja í gang athugun á því hver áhugi fyrir aukafyrirlestri er og ef næg þáttaka, þá komum við til með að auglýsa þann fyrirlestur vel.

Þessi fyrirlestur markar aðeins upphafið að starfi okkar í vetur og hvetjum við alla foreldra til að fylgjast með starfinu og þeim viðburðum sem í boði verða bæði hér á samkop.is og á facebook síðunni okkar „Samkóp“.

Glærur frá fyrirlestrum gærdagsins má nálgast hér.

 1. Kvíði barna – Anna Sigurðardóttir Heilsuborg
 2. Hugarfrelsi – Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir

Kvíða fyrirlesturinn 13/10 færður yfir í Digraneskirkju

Vegna mikils áhuga á fyrirlestri Samkóp um „Kvíða barna- og unglinga“, þá hefur verið ákveðið að flytja fyrirlesturinn yfir í Digraneskirkju. Við vonumst til þess að sjá ykkur sem flest.

Fyrirlesturinn verður semsé fimmtudaginn 13. október kl. 19:30 í Digraneskirkju.

Kvíði barna og unglinga

Fyrirlestur Samkóp í Vatnsendaskóla var haldinn í gær og heppnaðist með eindæmum vel. Mætingin var frábær og framsetning og innihald fyrirlestra einsog best verður á kosið. Við þökkum Hugarfrelsi og Heilsuborg kærlega fyrir okkur.
Fyrir þau ykkar sem ekki komust í gær, þá verður annar fyrirlestur haldinn í Kársnesskóla þ. 13. október kl. 19:30. Við hvetjum ykkur öll til þess að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst.
Glærur frá fyrirlestrinum verða aðgengilegar á vef Samkóp, að Kársnesskóla fyrirlestrinum loknum.

Fyrirlestur: „Kvíði barna og unglinga – aðferðir sem reynst hafa vel“

Samkóp í samstarfi við foreldrafélög grunnskóla Kópavogs munu 29. september og 13. október vera með fyrirlestra um kvíða barna og unglinga.

Þetta eru sem sagt sami fyrirlesturinn en verður haldin tvisvar, annars vegar í efri byggðum og svo í neðri byggðum. Foreldrar geta svo valið hvor dagsetning hentar þeim og mætt.

29. september – Vatnsendaskóli – kl: 19:30-21:00.
13. október – Kársnesskóli – kl: 19:30-21:00.

Nánar um fyrirlesturinn:

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur frá Heilsuborg ræðir birtingarmynd og afleiðingar kvíða hjá börnum og unglingum. Einnig fer hún yfir það hvernig foreldrar geta sem best stutt börnin sín í gegnum erfið tímabil og vanlíðan.

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem hjálpa börnum og unglingum að takast á við kvíða svo þau geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Erindi þeirra er byggt á bókinni Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga, en þær hafa innleitt aðferðir sínar í fjölda leik- og grunnskóla landsins og einnig haldið námskeið ætluð börnum, unglingum og fullorðnum.

1 2 3