Íbúafundur í Snælandsskóla – foreldrar sýna ábyrgð

Skólaráð Snælandsskóla hélt íbúafund 31. ágúst 2016 til að ræða grenndarkynningu á húsnæði sem er staðsett við lóð skólans.  Þetta var meðal annars gert að undirlagi foreldra þar sem þeim er ekki sama um umhverfið sitt.

Samkóp fagnar afskiptum foreldra að nærumhverfi sínu og hvetur aðra foreldra til að vera vakandi um sitt nærumhverfi.  Um leið styður Samkóp foreldra Snælandsskóla í sinni baráttu til að tryggja öryggi og hagsmuni barna sinna sem ganga í Snælandsskóla.

 

Dægradvöl opin í jóla- og páskafríi

Á skólanefndarfundi 4. apríl 2016 var tilkynnt að dægradvöl yrði opin í jóla- og páskafríi frá og með skólaárinu 2016/2017.
Þetta er ánægjuefni fyrir foreldra sem hafa úr litlu fríi að spila eða kýs að nýta fríið á öðrum tíma. Þessu til viðbótar kom fram að dægradvöl verður einnig opin fyrstu dagana eftir að skóla lýkur núna í júní, þetta eru tveir dagar í flestum skólum þetta skólaár eða til og með 10. júní. Nánari upplýsingar og tækifæri til skráningar verða sendar foreldrum þegar þeirri vinnu er lokið.

Áskorun að bjóða upp á dægradvöl í vetrarleyfum

Samkóp fyrir hönd foreldra grunnskólabarna í Kópavogi skorar á Menntasvið Kópavogsbæjar að hafa dægradvalir grunnskóla Kópavogs opnar í vetrarleyfum (jólafríum, vetrarfríum og páskafríum) eins og tíðkast í nágrannasveitarfélögum okkar. Að dægradvalir séu lokaðar á þessum dögum veldur mörgum fjölskyldum miklum erfiðleikum meðal annars af neðangreindum ástæðum:
• Ömmur og/eða afar ekki til staðar
• Frí af skornum skammti
• Einstæðir foreldrar
• Tekjuskerðing (ef tekið er launalaust leyfi)
Ef horft er til útsvarstekna Kópavogsbæjar, má benda á að Kópavogsbær myndi fá auknar útsvarstekjur ef foreldrar myndu vinna þessa daga sem um ræðir.
Kópavogur hefur státað sig af góðri þjónustu við grunnskóla Kópavogs og teljum við að með þessu væri enn betur að verki staðið.

Áskorun til ráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarmanna

Samkóp tekur undir, með átta frjálsum félagasamtökum, Áskorun til ráðherra, alþingismanna og sveitarstjórnarmanna um mat Ríkisendurskoðunar að óviðunandi sé sá langi biðtími sem hefur einkennt geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga.

Kynnið ykkur málið og talið um þetta til að auka þrýsting, þessum málaflokki til stuðnings.

http://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/radamenn-syni-skilning-i-verki

 

Ný heimasíða Samkóp

Tekin hefur verið í notkun ný heimasíða fyrir félagasamtökin Samkóp.  Stjórn Samkóp mun halda utan um fundargerðir, fréttir, viðburði, hlekki og annað sem viðkemur starfi Samkóp.  Það mun taka dágóðan tíma að koma öllu því efni sem til er um Samkóp á þessa síðu sem og að betrumbæta síðuna – við vitum að þið sýnið okkur umburðarlyndi, enda Kópavogsbúar 🙂

Samkóp eru foreldrasamtök sem rekin eru áfram í sjálfboðavinnu, ef þið hafið ítök eða vitið af fyrirtækjum sem myndu vilja auglýsa á okkar síðu, þá megið þið endilega senda okkur upplýsingar um slíkt á samkop.samkop@gmail.com.

Fylgist einnig með okkur á facebook – https://www.facebook.com/samkop.kopavogi/

Fyrir hönd stjórnar Samkóp langar okkur að þakka hönnuði vefsíðunnar fyrir frábært og óeigingjarnt starf.  Þorvar Hafsteinsson innilegar þakkir fyrir þitt framlag 🙂

SAMKÓP tekur heilshugar undir áskorun Barnaheilla

Samkóp hefur ályktað á stjórnarfundi sínum, 1. september, að taka heilshugar undir áskorun Barnaheilla um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Í áskorun Barnaheilla kemur fram tillaga um að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

http://www.barnaheill.is/…/askorunumgjaldfrjalsangrunnskola/

1 2 3