FORELDRARÖLT

Foreldrarölt í grunnskólum Kópavogs hefur haft á brattan að sækja í mörgum skólum  á undanförnum árum. Á liðnu hausti vöknuðum við síðan við vondan draum þegar vart var við talsverða hópamyndun unglinga á kvöldin og þá einkum um helgar. Í kjölfarið kallaði Samkóp saman röltfulltrúa úr öllum grunnskólum bæjarins, þar sem við hittum fyrir lögreglu og fulltrúa frá bænum.

Óhætt er að segja að að viðbrögð allra sem að málinu hafa komið hafa verið mjög góð, foreldrafélögin hafa keyrt röltið af stað, hvert í sínum skóla, félagsmiðstöðvarnar hafa tekið helgarvaktir og keyrt um bæinn og kannað ástandið, lögreglan hefur verið sjáanlegri í hverfum bæjarins og nú á síðasta fundi Menntaráðs var samþykkt stofnun forvarnarhóps, með aðkomu foreldra(Samkóp), lögreglu, forvarnafulltrúa og fleirum.

Samvinna okkar allra hefur skilað heilmiklum árangri nú þegar og alveg ljóst að aukið samstarf foreldra, lögreglu, bæjaryfirvalda og skólastjórnenda gerir bæinn okkar að betri og uppeldisvænlegri.