Aðalfundur Samkóp 29. maí 2018 kl. 19:30 í Vatnsendaskóla

Kæru foreldrar og aðstandendur barna í grunnskólum Kópavogs.

Aðalfundur Samkóp verður haldinn þriðjudaginn 29. maí 2018 í Vatnsendaskóla og hefst fundurinn kl. 19:30.

 

Dagskrá aðalfundar:

  • Fundur settur
  • Skipan fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar varðandi verkefni liðins starfsárs
  • Umræður um skýrslu stjórnar
  • Ársreikningur samtakanna fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar, ásamt áritun skoðunarmanna.
  • Lagabreytingar.
  • Kosningar (Formaður er kosinn til tveggja ára. Formaður skal ekki sitja lengur en 4 ár í senn. Tveir aðalmenn af fjórum eru kosnir til tveggja ára. Einn skoðunarmaður af tveimur kosinn til tveggja ára. Að minnsta kosti 2 varamenn eru kosnir til eins árs.)
  • Árgjald ákveðið.
  • Önnur mál.
  • Fundi slitið.

Allir foreldrar í Kópavogi eiga rétt á setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti.  Stjórn Samkóp hvetur alla foreldra í grunnskólum Kópavogs til þess að mæta.

Stjórn Samkóp