Áskorun að bjóða upp á dægradvöl í vetrarleyfum

Samkóp fyrir hönd foreldra grunnskólabarna í Kópavogi skorar á Menntasvið Kópavogsbæjar að hafa dægradvalir grunnskóla Kópavogs opnar í vetrarleyfum (jólafríum, vetrarfríum og páskafríum) eins og tíðkast í nágrannasveitarfélögum okkar. Að dægradvalir séu lokaðar á þessum dögum veldur mörgum fjölskyldum miklum erfiðleikum meðal annars af neðangreindum ástæðum:
• Ömmur og/eða afar ekki til staðar
• Frí af skornum skammti
• Einstæðir foreldrar
• Tekjuskerðing (ef tekið er launalaust leyfi)
Ef horft er til útsvarstekna Kópavogsbæjar, má benda á að Kópavogsbær myndi fá auknar útsvarstekjur ef foreldrar myndu vinna þessa daga sem um ræðir.
Kópavogur hefur státað sig af góðri þjónustu við grunnskóla Kópavogs og teljum við að með þessu væri enn betur að verki staðið.