Dægradvöl opin í jóla- og páskafríi

Á skólanefndarfundi 4. apríl 2016 var tilkynnt að dægradvöl yrði opin í jóla- og páskafríi frá og með skólaárinu 2016/2017.
Þetta er ánægjuefni fyrir foreldra sem hafa úr litlu fríi að spila eða kýs að nýta fríið á öðrum tíma. Þessu til viðbótar kom fram að dægradvöl verður einnig opin fyrstu dagana eftir að skóla lýkur núna í júní, þetta eru tveir dagar í flestum skólum þetta skólaár eða til og með 10. júní. Nánari upplýsingar og tækifæri til skráningar verða sendar foreldrum þegar þeirri vinnu er lokið.