Frábær fyrirlestur um kvíða í Digraneskirkju – glærur

Kvíða fyrirlestur Samkóp í Digraneskirkju
Fyrirlesarar fv. Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Anna Sigurðardóttir

Það þarf ekkert að orðlengja það, fyrirlestur þeirra Önnu Sigurðardóttur sálfræðings frá Heilsuborg, Unnar Örnu Jónsdóttur og Hrafnhildar Sigurðardóttur frá Hugarfrelsi, var í einu orði sagt frábær.

Það er alveg ljóst að viðfangsefni fyrirlestrarins „Kvíði barna og unglinga – aðferðir sem reynst hafa vel“, stendur foreldrum barna í grunnskólum Kópavogs nærri.  Aðsóknin var betri en nokkurn óraði fyrir og þurftu sýnilega margir frá að hverfa.

Samkóp vill að sjálfsögðu reyna að koma til móts við þá sem ekki komust að á þessum tveimur fyrirlestrum . Við munum

Frábær mæting á frábærann fyrirlestur
Frábær mæting á frábærann fyrirlestur

því mjög fljótlega setja í gang athugun á því hver áhugi fyrir aukafyrirlestri er og ef næg þáttaka, þá komum við til með að auglýsa þann fyrirlestur vel.

Þessi fyrirlestur markar aðeins upphafið að starfi okkar í vetur og hvetjum við alla foreldra til að fylgjast með starfinu og þeim viðburðum sem í boði verða bæði hér á samkop.is og á facebook síðunni okkar „Samkóp“.

Glærur frá fyrirlestrum gærdagsins má nálgast hér.

  1. Kvíði barna – Anna Sigurðardóttir Heilsuborg
  2. Hugarfrelsi – Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir