Fulltrúi Samkóp í stjórn Heimilis og skóla

Fulltrúaráð Heimili og skóla hélt fund sinn í dag og heimsóttum við Hraunvallaskóla í leiðinni.  Dagskrá fundarins var kynning á skýrslu Evrópunefndar, kynning á Hraunvallaskóla (sem er opin skóli), fræðsla Þórdísar H. Ólafsdóttur, verkefnastjóra/kennsluráðgjafa Hafnarfjarðarbæjar, um verkefnið Lestur er lífsins leikur ásamt umræðu um samræmdu prófin.  Í lok fundarins var Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp og formaður foreldrafélags Vatnsendaskóla, kosin inn í stjórn Heimilis og skóla.  Þá var Arnar Björnsson, formaður Samkóp og varaformaður foreldrafélags Hörðuvallaskóla, kosin varamaður í stjórn Heimilis og skóla.  Við erum ánægð að eiga fulltrúa í stjórn Heimilis og skóla og hlökkum til þess verkefnis.

arnar-og-thorvar

t.v. Arnar Björnsson, formaður Samkóp og t.h. Þorvar Hafsteinsson, varaformaður Samkóp.