Fyrirlestur: „Kvíði barna og unglinga – aðferðir sem reynst hafa vel“

Samkóp í samstarfi við foreldrafélög grunnskóla Kópavogs munu 29. september og 13. október vera með fyrirlestra um kvíða barna og unglinga.

Þetta eru sem sagt sami fyrirlesturinn en verður haldin tvisvar, annars vegar í efri byggðum og svo í neðri byggðum. Foreldrar geta svo valið hvor dagsetning hentar þeim og mætt.

29. september – Vatnsendaskóli – kl: 19:30-21:00.
13. október – Kársnesskóli – kl: 19:30-21:00.

Nánar um fyrirlesturinn:

Anna Sigurðardóttir sálfræðingur frá Heilsuborg ræðir birtingarmynd og afleiðingar kvíða hjá börnum og unglingum. Einnig fer hún yfir það hvernig foreldrar geta sem best stutt börnin sín í gegnum erfið tímabil og vanlíðan.

Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem hjálpa börnum og unglingum að takast á við kvíða svo þau geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér. Erindi þeirra er byggt á bókinni Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga, en þær hafa innleitt aðferðir sínar í fjölda leik- og grunnskóla landsins og einnig haldið námskeið ætluð börnum, unglingum og fullorðnum.