Hringbraut – Skólinn okkar

Okkur í Samkóp langar að benda á sjónvarpsþætti sem hófu göngu sína á Hringbraut í febrúar, ekki til að auglýsa þennan miðil, heldur til að benda á flotta umfjöllun um skólamál. Þættirnir heita  Skólinn okkar og fjalla um skólamál (leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla).

Hægt er að nálgast þættina í gegnum heimasíðu Hringbrautar – www.hringbraut.is og í gegnum Youtube rás Hringbrautar https://www.youtube.com/channel/UCCigVZza6dnZfE3nOIZuTIQ/videos.

Fyrstu þrír þættirnir eru komnir á netið og hvet ég ykkur til að kíkja.

Fyrsti þáttur fjallar um líðan barna í skólum – https://www.youtube.com/watch?v=XyM72VY4vQE

Annar þáttur fjallar um hvernig nemendur af erlendu bergi upplifa skólagöngu sína og hvers konar þjónusta er í boði – https://www.youtube.com/watch?v=LPFRbyDiZPY

Þriðji þátturinn fjallar um notkun snjalltækja í skólastarfi – https://www.youtube.com/watch?v=oZzIP8UyJqc

 

Kveðja,
Arnar Björnsson, formaður Samkóp