Íbúafundur í Snælandsskóla – foreldrar sýna ábyrgð

Skólaráð Snælandsskóla hélt íbúafund 31. ágúst 2016 til að ræða grenndarkynningu á húsnæði sem er staðsett við lóð skólans.  Þetta var meðal annars gert að undirlagi foreldra þar sem þeim er ekki sama um umhverfið sitt.

Samkóp fagnar afskiptum foreldra að nærumhverfi sínu og hvetur aðra foreldra til að vera vakandi um sitt nærumhverfi.  Um leið styður Samkóp foreldra Snælandsskóla í sinni baráttu til að tryggja öryggi og hagsmuni barna sinna sem ganga í Snælandsskóla.