Kvíði barna og unglinga

Fyrirlestur Samkóp í Vatnsendaskóla var haldinn í gær og heppnaðist með eindæmum vel. Mætingin var frábær og framsetning og innihald fyrirlestra einsog best verður á kosið. Við þökkum Hugarfrelsi og Heilsuborg kærlega fyrir okkur.
Fyrir þau ykkar sem ekki komust í gær, þá verður annar fyrirlestur haldinn í Kársnesskóla þ. 13. október kl. 19:30. Við hvetjum ykkur öll til þess að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst.
Glærur frá fyrirlestrinum verða aðgengilegar á vef Samkóp, að Kársnesskóla fyrirlestrinum loknum.