SAMKÓP tekur heilshugar undir áskorun Barnaheilla

Samkóp hefur ályktað á stjórnarfundi sínum, 1. september, að taka heilshugar undir áskorun Barnaheilla um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest. Í áskorun Barnaheilla kemur fram tillaga um að 31. gr. grunnskólalaga verði breytt og tekið fyrir alla gjaldtöku, þannig að grunnskólinn verði í raun gjaldfrjáls eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

http://www.barnaheill.is/…/askorunumgjaldfrjalsangrunnskola/