Skýrsla SAMKÓP vegna breytt leiðakerfis Strætó janúar 2018

SAMKÓP hefur gefið út skýrslu um breytingarnar sem gerðar voru á leiðakerfi Strætó bs. í janúar 2018.

Heilt á litið virðast breytingarnar vera mikil afturför og þá einkum vegna tómstunda barna en leið 28 er nú ekki lengur sá tómstundavagn sem var lagt upp með.

Framkvæmdin á breytingunum var svo gríðarlega ámælisverð. Gagnrýnin er tíunduð í skýrslunni.