Stjórnarfundur Samkóp

Mætt á fundinn voru, Arnar Björnsson(Hörðuvallaskóli), Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir(Smáraskóli), Guðmunda Smáradóttir(Álfhólsskóli), Þorvar Hafsteinsson(Vatnsendaskóli) og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir (gestur úr stjórn foreldrafélags Álfhólsskóla).

Fundurinn er haldin á Kringlukránni og hófst 11:30 og lauk 12:30.

 

Dagskrá

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi
 • Menntaráðsfundir
 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð
 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst
 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)
 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla
  • Fulltrúi Samkóp situr í vinnuhóp um Upplýsingatæknistefnu – Þorvar segir frá

Umræður

 • Alþjóðadagur grunnskóla í Kópavogi

Tillaga um að hafa þetta í samstarfi við Kópavogsbæ og stefna á maí.    Gera þetta að atburði í bænum.  Gæti verið þannig að hver skóli fyrir sig hefur hátíð og svo yrði einn stór staður til að halda utan um aðalviðburðinn.  Ákveðið að stofna vinnuhóp úr Samkóp sem mun hitta Ragnheiði Hermannsdóttur, deildarstjóra Menntasviðs og fulltrúum á Menningarsviði bæjarins, til að undirbúa þennan viðburð.  Tilgangurinn er að styðja við fjölmenningu í Kópavogsbæ.  Vinnuhópinn skipa úr Samkóp eru Arnar Björnsson, Guðmunda Smáradóttir og Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir.

 • Menntaráðsfundir

Farið yfir málefni sem tekin hafa verið fyrir á fundi í Menntaráði.

 • Tillaga um að formaður Samkóp leiði vinnu um að fá launaðan starfsmann fyrir Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð

Samþykkt að Arnar leiði þessa vinnu.

 • Fulltrúaráðsfundur Samkóp aflýst

Arnar sagði frá því að ástæðan væri tímaleysi hans.

 • Aðalfundur Samkóp (finna dagsetningu)

Lagt til að aðalfundir foreldrafélaganna verði ekki seinna en fyrri hluta maí mánaðar

 • Önnur mál
  • Fulltrúaráðsfundur Heimili og skóla

Arnar sagði frá að hann og Þorvar væru að fara á fund með fulltrúaráðinu á morgun 10. Mars 2017.

 • Kynning á skýrslu Evrópunefndar um Skóla án aðgreiningar
  Frestað til næsta fundar
 • Samræmd próf
  Frestað til næsta fundar