Fundur 15. október 2018

Dags. Fundar 15. okt.2018
Tími 11:30-13:00
Staður Grillhúsið Sprengisandi

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Arnar Björnsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Elísabet, Jóhannes, Siggeir .
Fjarverandi: Ólöf og Aðalheiður Björk

Dagskrá

 1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund.
 2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
 3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
 4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
 5. Önnur mál

Fundargerð

1. Forvarnarráð – farið yfir síðasta fund
Kynning á forvarnarviku virðist ekki hafa skilað sér nægilega vel til þeirra sem átti að ná til. Rætt var um leiðir til ná til fleiri.
Áhyggjur af veipnotkun og hvernig eigi að ná til barna um áhættu af notkun veipnotkunar.
Boðað verður annar fundur fyrir jól.

2. Fulltrúarráðsfundur – ný dagsetning og málefni
Tillaga að efni fundarins er „Hvað getum við sem foreldrar gert“ í tengslum við forvnarmál.
Það er verið að skoða dagsetningar með bænum til að fara yfir þessi mál. Reynt að hafa fundinn í október annars nóvember. Þorvar ætlar að vera í sambandi við Amöndu sem fyrst til að finna dagsetningu.

3. Skráning tenglaupplýsinga á heimasíðu Samkóp og foreldrafélaga
Hver og einn í stjórn Samkóp þurfa að skoða heimsíðuna og uppfæra tenglaupplýsingar.

4. Vefsíða – efni tengt rölti, þurfum að gera átak í því
Fundargerð: bls. 2
Þurfum að hjálpast að að hafa þessar upplýsingar miðlægar og nota heimasíðuna til þess.

5. Önnur mál

 • Rætt hvort við ættum að hefja samstarf með foreldrafélagi MK.
 • Rætt hvort við ættum að eiga fulltrúa í Saman Hópnum og lagt til að Karl
  Einarsson sitji fyrir hönd Samkóp.
 • Boða á til fundar með bænum til að fara yfir nokkur mál, t.d. strætómálin.
  Þorvar tekur að sér að boða til þess fundar.
 • Hafa Jóhannes (joi@betra.is) í cc þegar fundargerðir eru sendar á formann og
  varaformann til staðfestingar.
 • Vetrarfrí – lagt fram frá Lindaskóla umræðu hvort kanna ætti hug foreldra til
  breytinga á högun vetrarfrís. Samþykkt að taka upp á fundi Menntaráðs og
  mögulega með fundi Menntasvið og Samkóp.
 • Foreldrarölt – í þau skipti sem félagsmiðstöðvar eru opnar lengur var velt upp
  hvort aðrir skólar hagi rölti í samræmi við opnun. Ekki er það þannig í öðrum
  skólum, en sumir skólar eru að hefja sitt rölt 22:30 á meðan flestir rölta frá
  22:00.
 • Kópavogsskóli spyr hvort Samkóp muni verða með einhverja fyrrilestra fyrir
  alla skólana sem skólarnir greiða saman.
 • Karl mun senda rukkun vegna námskeiðs Bryndísar frá Heimili og skóla á alla skólana.
 • Plana þarf hitting stjórnar á heimili. – Siggeir tekur þann bolta.

Fundi slitið kl:12:30

Fundargerð 15.10.2018 (pdf)