Fundagerð Samkóp 22. júní 2017

Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson

Fundarritari: Þorvar Hafsteinsson
Fundarstaður og tími: Kringlukráin 12:00 -13:00

Fundarmenn: Karl Einarsson, Ragnheiður Dagsdóttir, Aðalheiður Sigurdórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson


Dagskrá:
I. Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018

II. Starfsárið framundan og fundartímar


Skipan í stöður fyrir starfsárið 2017 – 2018
Ákveðið var að stöður innan stjórnar SAMKÓP skiptust á eftirfarandi hátt:

Arnar Björnsson, varaformaður og ritari,
Karl Einarsson, gjaldkeri,
Ragnheiður Dagsdóttir, röltfulltrúi.

Skjöl er varða breytingu á gjaldkerastöðu voru undirrituð og Ragnheiður samþykkti að koma prókúrumálum í réttan farveg þannig að allt sé klárt fyrir haustið.

Röltið lítilega rætt og allir sammála um að taka þarf fastar á þeim málum strax í upphafi skólaárs, og stefnt að því að fylgja þessum málum eftir með öðrum röltfundi strax eftir áramót.

Starfsárið framundan og fundartímar.

Árið framundan var lítillega rætt, án þess þó að einhver ákveðin niðurstaða lægi fyrir. Þó nokkuð ljóst að mánudagar og þriðjudagar munu ekki henta sem fundartímar. Finna þarf tíma sem hentar öllum strax í haust. Stefnt að því að hafa fundi á minnst 4 vikna fresti. Hægt verður að hnikra tímum til og gert ráð fyrir að styttri fundir verði jafnvel haldnir í hádeginu á Kringlukránni eða sambærilegum stað. Annars verður fastur fundarstaður SAMKÓP í Vatnsendaskóla.

Fundi slitið 13:00
fundargerd-samkop-22-06-2017