Fundargerð aðalfundar Samkóps 2017

Fundur haldin í Vatnsendaskóla.

 

Mætt (með atkvæðisrétt): Arnar Björnsson (Hörðuvallaskóli), Þorvar Hafsteinsson (Vatnsendaskóli), Fanney Long (Kársnesskóli), Guðlaug Harpa Þorsteinssdóttir (Smáraskóli), Ragnheiður Dagsdóttir (Lindaskóli) og Karl Einarsson (Álfhólsskóli).

Fundur var settur 20:00 af formanni Samkóp, Arnari Björnssyni og stakk hann upp á að Marta Sigurjónsdóttir yrði fundarstjóri og var það samþykkt.  Marta stakk upp á Arnari Björnssyni sem ritara og var það samþykkt.

Dagskrá fundarins var samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.  Skýrsla stjórnar var lesin upp af formanni. Það kom fram mikil ánægja með þá sameiginlegu fundi sem haldnir voru af Samkóp fyrir hönd allra foreldrafélaganna. Nefnd var sú hugmynd að fá sálfræðinginn Eyjólf Örn Jónsson til að fjalla um áhrif snjalltækja á drengi og einhvern annan með honum sem fjallar um áhrif snjalltækja á stúlkur. Umræða skapaðist um læsis verkefni í Hafnarfirði og var nefnt hve vel slík átaksverkefni hafa tekist t.a.m. Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Árborg.

Þá var ársreikningur félagsins kynntur. Nefnt var undir þessum lið að gaman væri að velta upp þeim fjármunum sem fara í gegnum foreldrastarf í Kópavogi til að sýna hve öflugt það starf er. Ársreikningurinn var samþykktur.

Fundarmenn voru upplýstir um textabreytingu í 8. gr. laga félagsins.  Nafni skólanefndar var breytt í Menntaráð þar sem þá á við.

Nýr formaður var kosin Þorvar Hafsteinsson og tekur við embættinu af Arnari Björnssyni.  Arnar Björnsson og Jóhannes Birgir Jensson voru kosnir inn í aðalstjórn félagsins.  Karl Einarsson og Ragnheiður Dagsdóttir voru kosin í varastjórn félagsins.  Árni Árnason var kosin aðalskoðunarmaður til tveggja ára og er annar af tveimur aðalskoðunarmönnum félagsins.  Marta Sigurjónsdóttir á eitt ár eftir af sínu tímabili sem aðalskoðunarmaður.  Heiður Hjaltadóttir og Karen Elísabet Halldórsdóttir voru kosnar vara skoðunarmenn reikninga félagsins.

Ákveðið var að Samkóp rukki foreldrafélögin félagsgjald sem nemur 10 kr. fyrir hvern nemanda í viðkomandi skóla.

Undir önnur mál var rætt um fjölmenningardag sem rætt hafði verið í stjórn Samkóp.  Ekki varð að þessum degi en skólaskrifstofa óskaði eftir aðstoð fulltrúa foreldra í vinnu við stefnumótun um fjölmenningu í skólum bæjarins.

Fundi slitið 20:50