Fundargerð Samkóp 31. ágúst 2017

Fundarritari: Arnar Björnsson
Fundarstjóri: Þorvar Hafsteinsson
Fundarmenn: Arnar Björnsson, Þorvar Hafsteinsson, Karl Einarsson, Jóhannes Birgir Jensson og Aðalheiður Björk Sigurdórsdóttir.
Fjarverandi: Ragnheiður Dagsdóttir og fulltrúar Kópavogsskóla, Kársnesskóla og Salaskóla


• Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
• Dagskrá vetrarins
• Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
• Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum

Önnur mál


1. Prókúra / fjármál (RD koma með öll gögn fyrir prókúruskipti)
Karl Einarsson gjaldkeri Samkóp og gengið var frá prókúruskiptum á fundinum. Ragnheiður kom með pappíra til að skrifa undir og var það gert á fundinum.
Arnar heyrir í Margréti formanni Menntaráðs um afhendingu á öllum styrk til handa Samkóp.
2. Dagskrá vetrarins
Keyra af stað fund vegna foreldrarölts og Ragnheiður röltfulltrúi mun taka þann bolta og boða til fundar. BBC er að koma til landsins og ætlar að heimsækja Hörðuvallaskóla og fylgjast með foreldrastarfi þar. Meðal annars verður fylgst með foreldrarölti þar sem það gengur svo vel þar. Mögulega munu þeir hitta forsvarsmenn Samkóp til að forvitnast um muninn á milli skólanna hvað varðar foreldrarölt.

Stefna á að hafa leiksýningu fyrir foreldra og unglingastig grunnskólabarna í Kópavogi. Sýningin fjallar um kvíða og teljum þetta henta vel á haustönn. Aukasýning er 15. September þar sem við getum skoðað hvort hún henti fyrir okkur eða ekki. Nefndarmönnum verði boðið á sýninguna ásamt mökum, mikilvægt að láta vita hvort þau komist eða ekki.

Fundur fyrir skólaráðs- og bekkjarfulltrúa. Þetta er fræðslufundur þar sem farið verður yfir hlutverk þeirra og leiðbeiningar um hvernig þau eigi að uppfylla skyldur sínar. Þorvar athugar hvort Bryndís geti tekið þetta. Stefna á fundinn í lok september.
Jóhannes Birgir ætlar að hafa samband við Eyjólf sálfræðing og eina aðra sem voru á fræðslufundi í Smáraskóla. Við stefnum á að hafa þessa fræðslu í október.

Hafa fulltrúaráðsfund í Janúar.

Rætt að skoða fund með fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að heyra hvernig stefna þeirra er í menntamálum fyrir komandi kosningar.
Stefnum á eina fræðslu eftir áramót.

3. Staða dagvistunar (vinsamlegast kannið stöðuna í ykkar skóla)
Ekki hefur tekist að manna í allar stöður hjá sumum skólum.

4. Námsgögn – renna yfir hvernig þetta gekk fyrir sig í skólunum
Rennt var yfir fund Menntaráðs þar sem fjallað var um námsgagnainnkaup. Kosið var um hvort bærinn myndi greiða alfarið fyrir námsgögn eða fara þá leið að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Niðurstaðan var að foreldrar greiði gjald fyrir námsgögn. Svo verður skoðað hvort bærinn greiði fyrir þetta á næsta ári. Aðeins var farið yfir hvernig þessu var háttað í Snælandsskóla, en þar var ábyrgðinni varpað yfir á foreldrafélagið í stað þess að skólinn tæki ábyrgðina eins og hjá öllum hinum skólunum. Það virðist vera leyst að hluta til.

5. Önnur mál:
Rætt um að boða til fundar með Ragnheiði á skólaskrifstofu. Þorvar boðar hann.