Fundur 19 október.2015

Fundarritari: Helga Jónsdóttir

Fundarstjóri: Arnar Björnsson

Fundarmenn: Arnar Björnsson, Helga Jónsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, Fanney Long Einarsdóttir og Ragnheiður Dagsdóttir

Mættir varamenn: Sigdís Snælandsskóla, Rakel Snælandsskóla, Rannveig Kópavogsskóla, Kristín Andra Álfhólsskóla  Guðlaug Harpa Smáraskóla


 

Dagskrá:

 • Förum yfir þau mál sem við höfum unnið að
 • Förum yfir þau mál sem eru í bígerð
 • Ræðum fulltrúaráðsfund eftir áramót
 • Önnur mál

Fundargerð:

 1. Markmið Samkóp – að miðla upplýsingum á milli skóla, t.d. fyrirspurn um val á bekkjarfulltrúum.

Farið yfir mætingar aðalstjórnar og varamanna, kosningarfyrirkomulag stjórnar og hverjir gegna stöðum núna.

Þorvar fer yfir heimasíðu Samkóps, þarf að bæta við upplýsingum um skólanna í Kópavogi. Á næsta fundi verður ákveðið útlit og litir heimasíðu Samkóps.

Haldnir hafa verið fundir með Birni verkefnastjóra fyrir foreldra til að kynna spjaldtölvuverkefnið. Samkóp sendi frá sér ályktun til Barnaheilla.

Óskað eftir framlagi frá Kópavogsbæ og Samkóp færi inn á fjárhagsáætlun fyrir 2016 um 500þús og markmiðið væri að búa til langtímasamning við Kópavogsbæ.

Samkóp sendi inn erindi til menntasviðs um könnun á hvernig grunnskólanemendum gengur í framhaldsskóla. Erindinu var vísað frá, menntasviði fannst þetta ekki í sínum verkahring, bentu á einhvern sem væri að vinna mastersverkefni.

 1. Stefnt er að hafa fyrirlestur „Ábyrgur netborgari“ Elínborg í Hörðuvallaskóla hefur haldið fyrirlesta fyrir foreldra sem hún fær greitt fyrir, áætlað að halda fyrir miðjan nóvember.Áætlað að stjórn Samkóp hitt aðila á menntasviði Kópavogs.

  Áætlað að hitta Samfok aftur og bera saman bækur, ekki komin tímasetning

  Áætlað er að hitta röltstjóra, lögreglu og fulltrúa félagsmiðstöðva, söfnum saman upplýsingum um hvernig röltið gengur fyrir sig í hverjum skóla.

  Skólaskrifstofa hefur beðið Samkóp að koma að verkefni „skil milli skólastiga“, skoða skráningu inn í skólakerfið t.d. tvisvar á ári inn í skóla sem er hugmynd sem Samfylkingin lagði til.

 1. Fulltrúaráðsfundur, allir fulltrúar skóla koma saman á fund eða „kaffihúsafund“ Helga Margrét hefur verið fengin til að vera með fyrirlestur.Næsti fulltrúafundur – tillaga að fjalla um kvíða barna, hvernig getur skólinn tekið á málunum. Verður tekið fyrir á næsta stjórnarfundi aðalstjórnar Samkóps

  Leggjum til að skrifa drög að bréfi um regluverkið í kringum spjaldtölvuverkefni í skólasvið.

 2. Önnur mál: Tillaga frá Samkóp til skólanefndar varðandi rútuferðir barna um að reyna að fá mannaðar. Tillagan var send inn í des 2014. Skólanefnd ætlaði að fjalla um og taka fyrir sérstaklega með áætlaðri vinnu um rútumál.

   

  Fundi slitið kl:21:34