Fundur 4. febrúar 2020

Dagsetning: 4. febrúar 2020
Tími: 11:45-13:00
Staður: Bókasafn Kópavogs

Fundarritari: Jóhannes Birgir Jensson
Fundarmenn: Bjargey Una Hinriksdóttir, Jóhannes Birgir Jensson, Karl Einarsson

1 – Spjaldtölvuverkefnið
Búið er að ráða verkefnastjóra í upplýsingatækni sem hefur umsjón með spjaldtölvuverkefninu, Bergþóra Þórhallsdóttir sem kemur úr Kópavogsskóla.
JBJ spyrst fyrir í menntaráði um stöðuna á úttekt og áður tilkynntum samráðshópi
Svar frá menntaráði: Ekki er búið að útfæra hvernig samráðshópur á að vera og gæti orðið önnur lending varðandi slíkan vettvang. Verið er að skoða samstarf með tveimur aðilum varðandi úttekt – það verður leitað til foreldra, starfsmanna og fleiri til að fá nánari óskir um hvað felist í úttektinni – hvaða áherslur verði.

2 – Innleiðing barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Mikil vinna verið í gangi að innleiða barnasáttmála SÞ í starfi Kópavogsbæjar, fylgst með gangi mála í menntaráði þar sem JBJ er fulltrúi foreldra.

3 – Fjármál
Samningur við Kópavogsbæ, rukkum seinni part 2019 og fyrri part 2020 núna. Þurfum að endursemja fyrir árslok.

4 – Fyrirlestrar
Fyrirlestrar í skólum, 4 framundan hjá Álfhólsskóla, þar á meðal frá rannsóknum og greiningu. Kópavogsbær fyrirhugar fyrirlestra í hverjum skóla fyrir unglinga varðandi vímuefni sem og aðra fyrir foreldra.

5 – Nýtt námsmat
SAMKÓP þrýsti á að einkunnakerfi sé útskýrt betur fyrir foreldrum, virðist mjög flókið og mikil súpa – Menntamálastofnun eða ráðuneyti? Eru allir skólar í Kópavogi með samræmingu sín á milli? En yfir landið? Lestrarviðmið virðast hafa vond áhrif á skýrleika og framburð – ætti að vera munur á lestrarviðmiði í hljóði og upplestrarviðmiði sem ætti að leggja áherslu á skýrmæli og áherslur. Reyna að fá fund með Menntamálastofnun. Heyra í SAMFOK og Heimili og skóla og vekja athygli á þessu við Kópavogsbæ.

6 – Samræmd próf
Að geta farið yfir samræmd próf er enn skýr krafa foreldra. Fékkst ekki í fyrra. JBJ skoði sín samskipti, BUH fékk neitun. Skoðum þetta.

7 – Öskudagurinn
Öskudagurinn – auglýsing og hvatning. Þetta er 26. febrúar – heyrum í Kópavogsblaðinu, jafnvel tvisvar áður ef hægt er. Setja auglýsingar á síður foreldrafélaga – heyra í Þorvari. Kársnes setti á Google Maps. Skoða eitthvað svipað?