Fyrsti stjórnarfundur Samkóp starfsárið 2016/2017

Fundarstaður – Kársnesskóli

Tímasetning – 9. sept kl 18:00

Mættir: Arnar Björnsson, Guðmunda Smáradóttir, Linda Björk Hilmarsdóttir og Fanney Long

Fundarstjórn: Arnar Fundarritari: Fanney

Dagskrá:

 1. Kvíðafyrirlestur – september eða október

Hugarfrelsi bíður upp á fyrirlestra um kvíða barna og hvernig við foreldrar getum brugðist við. Þær Anna Sigurðardóttir, Hrafnhildur og Sigríður Anna standa að Hugarfrelsi. Fyrirlesturinn kostar 60 þúsund.
Arnar leggur til að það verði tveir fyrirlestrar, annarsvegar í efri byggðum og hins vegar í neðri byggðum. Samþykkt. Arnar, Fanney og Ragnheiður sjá um utanumhald og skipulagningu þessa námskeiðs.
Arnar leggur einnig til að fara þess á leit við foreldrafélög að taka þátt í kostnaði. Þannig að í stað þess að hvert félag sé að halda fyrirlestur deilum við kostnaði. Það yrði þá Ca 10 þús á hvert foreldrafélag og Samkóp borgar síðan 30 þúsund. Samþykkt.
Arnar, Fanney og Ragnheiður sjá um utanumhald og skipulagningu þessa námskeiðs.

 1. Námskeið vetrarins.
  Námskeið fyrir foreldra sem sitja í skólaráði – hvert er þeirra hlutverk – september/október
  Foreldrar í skólaráði og formenn foreldrafélaganna mæti.

Helga Margrét Guðmundsdóttir ætlar að kynna þetta. Hún vill búa til teymi með Samkóp og foreldrafélögum, undirbúa námskeiðið vel og leggja grunn að gagnagrunni sem hægt er að leita í síðar. Haldið í byrjun október.
Arnar, Fanney og Linda sjá um utanumhald og skipulagningu þessa námskeiðs.

Hugmyndir og umræða um námskeið fyrir bekkjarfulltrúa. Sólveig Karlsdóttir hjá Heimili og skóla hefur ma. Haldið svona námskeið fyrir bekkjarfulltrúa í Kársnesskóla sem hafa reynst vel.

Endilega koma með hugmyndir á næsta fund um námskeið og kynningar sem Samkóp geti staðið fyrir.

 1. Heimasíða Samkóp – Facebook síða Samkóp – Plana hverjir og hvenær við setjum þar inn efni

Arnar leggur til að við skiptum með okkur verkum að setja efni inn á heimasíðuna okkar, einn mánuð í senn.En oftar inn á facebooksíðuna eða 1x í viku.

 1. Rukka árgjald til skólanna

10 kr á barn. Ragnheiður gjaldkeri Samkóp sér um þá framkvæmd.

 1. Skólanefnd – sagt frá fundum skólanefndar
  Tröð. Ragna Þóra að kynna sitt starf.Sérúræði fyrir börn sem einhverra hluta vegna funkera ekki inn í skólastarfi.
  Hvað er að vera betri ég? Fræðsla fyrir börn með frávik.Verkefni á vegum bæjarins. Hugmynd að fá fyrirlestur fyrir foreldra.
 2. Röltmál – skipuleggja fyrsta röltfund – október
  Fundur með lögreglu, forstöðumaður félagsmiðstöðva í Kópavogi og röltstjórum skólanna.
  Röltstjóri Samkóp Guðlaug. Arnar sendir henni upplýsingar um tengiliði hjá Lögreglu og umsjónarmanni félagsmiðstöðva í Kópavogi svo hún geti hafist handa við að skipuleggja fundinn.
 3. Önnur mál
  Engin önnur mál að svo stöddu.