Stjórnarfundur 1. septemper 2015

 

__________________________________________________________________________________

Fundarstjóri:                               Arnar Björnsson
Fundarritari:                         Arnar Björnsson
Þátttakendur:             Ragnheiður Dagsdóttir, Þorvar Hafsteinsson, Helga Jónsdóttir, Fanney Long Einarsdóttir og Arnar Björnsson

Boðuð forföll:             Guðlaug Harpa Gunnarsdóttir (veik), Kristín Andrea Einarsdóttir (varamaður), Rannveig Skúla Guðjónsdóttir (varamaður)
__________________________________________________________________________________

Dagskrá (aðalstjórn):

 1. Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla
 2. Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp
 3. Samningur um þjóðarsátt um byrjendalæsi
 4. Heimasíða
 5. Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
  1. Fundur með Birni verkefnastjóra
  2. Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við
  3. Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari
 6. Fundur með Samfok
 7. Fundardagskrá
 8. Önnur mál

Umræður:

 1. Ályktun um gjaldfrjálsan grunnskóla, samanber áskorun Barnaheilla

Senda á Auðun á Kópavogsblaðinu ályktunina. Ragnheiður setur sig í samband við Auðun og kannar með litla auglýsingu aukinheldis. Status verður sett inn á facebook 2. September – Arnar gerir það.

 1. Bréf þar sem óskað er eftir framlagi frá bænum til Samkóp

Arnar ætlar að senda bréfið áfram 1. Eða 2. September 2015.

 1. Samningur um þjóðarsátt um læsi

Formaður Samkóp var tilnefndur sem fulltrúi foreldra fyrir Heimili og skóla í undirritun þjóðarsáttmála um læsi.

Arnar mun setja inn mynd af þessu tilefni og setur smá texta.

 1. Heimasíða

Þorvar sýnir það sem komið er. Þorvar hefur samband við Fjarskipti um uppsetningu á síðunni varðandi útlit. Hann býr einnig til aðgang fyrir stjórnarmenn Samkóp. Efnislega ættum við að byrja smátt og bæta svo við. Á næsta stjórnarfundi verður farið í að undirbúa opnun á síðunni.

 1. Fræðsla fyrir foreldra vegna spjaldtölvuverkefnisins
  1. Fundur með Birni verkefnastjóra

Arnar finnur tíma með Birni og finna húsnæði. Hafa sem fyrst í september.

 1. Fræðsla fyrir foreldra um hvernig hægt er að nota spjaldtölvur í námi heima við

Skoða þetta fyrir eða eftir áramót.

 1. Fræðsla um hvernig er að vera ábyrgur netborgari

Arnar talar við Elínborgu um þetta.

 1. Fundur með Samfok

Arnar ætlar að funda með forsvarsmanni Samfok, hann sendir upplýsingar hvenær fundur verður og aðalmenn geta komið ef þau hafa tök á.

 1. Fundardagskrá

Skoða að hafa fundi eins og lagt er upp með og endurskoða ef þörf er á.

 1. Önnur mál