Nýtt leiðarkerfi Strætó – könnun

Þann  7. janúar síðast liðinn tók nýtt leiðarkerfi Strætó gildi. Jafn víðtækar breytingar sem þessar hafa áhrif á allflest börn og foreldra  í grunnskólum Kópavogs með einu eða öðrum hætti. Á síðasta stjórnarfundi SAMKÓP voru þessar breytingar ræddar og var ákveðið í framhaldinu að kanna hug ykkar foreldra til hins nýja leiðarkerfis.

Við viljum hvetja ykkur öll sem málið varðar að koma áliti ykkar á framfæri. SAMKÓP mun síðan í framhaldinu taka saman niðurstöður og koma þeim á framfæri við bæjaryfirvöld og stjórn Strætó.

Hér gefur að líta þær breytingar sem hvað helst varða okkur Kópavogsbúa.

Ný leiðaráætlun Strætó
Veldjið allt sem við á